Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Danska veitingahúsakeðjan Sticks ‘n’ Sushi ánægð með Bretlandsmarkað eftir metár

Sticks ‘n’ Sushi rekur 12 veitingastaði í Danmörku, níu staði í Bretlandi og hefur nú þegar opnað tvo nýja veitingastaði í Þýskalandi og sá þriðji í framkvæmdum
Danska veitingahúsakeðjan Sticks ‘n’ Sushi segist búast við að Bretland verði áfram stærsti markaður þess árið 2022 eftir metsölu.
Fyrirtækið hefur greint frá hæsta hagnaði sínum í 28 ára sögu fyrirtækisins, eftir að hafa opnað fjögur ný veitingahús í London.
Tekjur hjá fyrirtækinu námu 9.8 milljarður. Sticks ‘n’ Sushi rekur 12 veitingastaði í Danmörku, níu staði í Bretlandi og hefur opnað tvo nýja staði í Þýskalandi og sá þriðji í framkvæmdum og hafði breski markaðurinn skipt sköpum um þá ákvörðun að opna veitingastaði í Þýskalandi.
„Við opnuðum okkar fyrsta stað í London í mars 2012 og við erum farin að ná okkar markmiðum eftir mikla vinnu á mjög svo erfiðum samkeppnismarkaði,“
sagði Andreas Karlsson, framkvæmdastjóri Sticks ‘n’ Sushi í fréttatilkynningu.
„Í dag hafa bresku veitingastaðirnir okkar tekið fram úr danska markaðnum hvað tekjur varðar og ég býst við að hann verði áfram stærsti markaður okkar árið 2022.“
Samkvæmt heimildum veitingageirans, þá hefur Sticks ‘n’ Sushi horft til Íslands um að opna stað í Reykjavík.
Sticks ‘n’ Sushi var stofnað af bræðrunum Kim og Jens Rahbek Hansen og Thor Anderson, sem opnuðu fyrsta veitingastaðinn í Kaupmannahöfn árið 1994.
Myndir: facebook / Sticks’n’Sushi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars