Uppskriftir
Hunangsbakaður lambahryggur
Fyrir 4-5.
Hráefni:
Lambahryggur ca. l.800-2kg.
U.þ.b. 6 matsk. hunang (þunnt).
Salt og sítrónupipar.
Hvítlauksduft.
5 dl. vatn.
Maizena sósujafnari (brúnn).
Aðferð:
Hryggvöðvinn með rifbeinunum er klofinn eftir endilöngu frá hryggnum. Mesta fitulagið er fjarlægt frá rifbeinunum. Þá er lengjan skorin í ca. 200 gr. bita, kryddað (sjá uppskrift) og brúnað á vel heitri pönnu í ca. 2 mín. á hvorri hlið.
Bitunum er síðan raðað í ofnskúffu og hunanginu smurt á kjötið. Ofninn er hitaður í 250 gráður og kjötið bakað í 10-15 mín. 5 dl. af vatni er bætt í ofnskúffuna þegar helmingur af bökunartímanum er liðinn.
Safinn er síðan sigtaður í pott, bragðbættur ef með þarf (með kjötkrafti) og jafnaður með brúnum Maizena sósujafnara, sósan á að vera frekar þunn.
Hryggbeinið má einnig brúna og steikja með í ofnskúffunni til þess að fá sósuna bragðsterkari.
Þessi réttur er borinn fram með snöggsoðnu grænmeti, bökuðum jarðeplum og soðsósu.
Höfundur er: Eiríkur Ingi Friðgeirsson, matreiðslumeistari
Mynd af lambahrygg: búnaðarblaðið Freyr – 5. tölublað, 1. mars 1989
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt1 dagur síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða