Vertu memm

Markaðurinn

Fyrstu námskeið á haustönn 2021 í matvæla- og veitingagreinum

Birting:

þann

Eldhús - Kokkur - Matreiðslumaður - Panna - Elda

Haustönn 2021 er að hefjast hjá IÐUNNI fræðslusetri. Að vanda er fjöldi námskeiða í boði um hin fjölbreytlegustu efni og hvetjum við fólk til að kynna sér þau á idan.is.

Kynntu þér úrvalið á idan.is

28. ágúst
Sveppir og sveppatínsla
Markmið námskeiðsins er að auka fræðslu um sveppi sem vaxa hér á landi og henta í matargerð, eins er fjallað um það hvaða sveppir henta ekki. Námskeiðið skiptist í tvennt. Í fyrri hluta er fyrirlestur og sýnikennsla í greiningu og frágangi á sveppum en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu. Þátttakendur fá aðstoð og kennslu við að tína matarsveppi.

Nánari upplýsingar og skráning

22. september
Grænmetisréttir – eldað úr öllu
Markmið námskeiðsins er að auka færni í gerð grænmetisrétta í bland við annan mat með aukna áherslu á nýtingu hráefnis, frumleika og sköpunarkraft. Áhersla er lögð á vöruþekkingu á grænmeti, á meðhöndlun og nýtingu þess í matreiðslu á mismunandi matréttum. Fjallað er um samsetningu réttanna og tækifæri til þess að auka fjölbreytni í matseld. Á námskeiðinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku um umræðum um tækifæri til þess að skapa aukin verðmæti úr hráefni. Sýnikennsla og smakk.

Nánari upplýsingar og skráning

6. október
Ferskasti salatbarinn – bragðgóð fjölbreytni
Námskeiðið um ferskasta salatbarinn er einkum ætlaður þeim sem annast salatbari á veitingahúsum og í mötuneytum. Í stórum mötuneytum og á veitingastöðum er nauðsynlegt að bjóða uppá bragðgóða og fjölbreytilega salatbari.

Nánari upplýsingar og skráning

Vefnámskeið
Klassískir kokteilar
Markmið námskeiðsins er að kynna sögu, uppruna og gerð samtals níu klassískra kokteila. Fjallað eru um hráefni, jurtir, gæði þeirra og notkun í drykkjum, um bragð, íblöndunarefni, um sour- og bitter kokteila, vinsæla kokteila o.s.frv. Kokteila sem eru ýmist hrærðir, byggðir upp eða hristir. Klassískir fordrykkir, drykkir eftir mat og drykkir sem henta sérlega vel við önnur tækifæri.

Nánari upplýsingar og skráning

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið