Uppskriftir
Beikonvafinn bjórdósaborgari – Grilluppskrift
Beikonvafinn bjórdósaborgari
fylltur með steiktum sveppum, lauk og cheddarosti
Hamborgari
300 g 30% feitt nautahakk (fyrir hvern hamborgara)
2 sneiðar beikon
SPG-kryddblandan eða uppáhalds hamborgarakryddið ykkar
2-3 sveppir
¼ laukur
Olía
2 sneiðar cheddarostur
Kartöflu-hamborgarabrauð
Uppáhalds BBQ-sósan ykkar
Aðferð
- Kyndið grillið í 250 gráður.
- Mótið kúlu úr hakkinu, þrýstið bjórdós niður í miðjuna og búið til holu í kjötið. Mótið hamborgarann utan um botn bjórdósarinnar. Mjög mikilvægt er að nota bjórdós svo að grillarinn hafi nóg af grillvökva meðan á eldun stendur.
- Opnið bjórinn og fáið ykkur sopa.
- Skerið sveppi og lauk í sneiðar og steikið upp úr olíu, annars verður hamborgarinn alltof blautur.
- Vefjið beikonsneiðum utan um hamborgarann og kryddið með SPG eða uppáhalds hamborgarakryddinu ykkar.
- Fyllið hamborgarann með steiktu sveppunum, lauknum, einni sneið af cheddarosti og bbq-sósu.
- Grillið hamborgarann á óbeinum hita í u.þ.b. 15 mínútur.
- Þegar tvær mínútur eru eftir setjið þið cheddarostsneið yfir.
- Hitið hamborgarabrauðið á grillinu í nokkrar sekúndur og setjið borgarann saman. Toppið með bbq-sósu. Það þarf ekkert meðlæti með borgaranum þar sem það er allt inni í hamborgaranum.
- Auðvitað getið þið samt bætt við ykkar uppáhalds meðlæti.
Með fylgir klippa úr BBQ þættinum á Stöð 2 fyrr í vetur ásamt uppskrift og aðferð.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
Höfundur er Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur