Uppskriftir
Svona eldar Albert lærissneiðar í raspi
Lærissneiðar í raspi var sunnudagsmatur hjá mörgum á síðustu öld. Mjúkar lærissneiðar með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rabarbarasultu má segja að sé einn af mörgum íslenskum þjóðarréttum. Klassískur bragðgóður matur. Hugsið ykkur ekki tvisvar um gott fólk.
Lærissneiðar i raspi
Lærissneiðar úr einu lambalæri
1,5 dl hveiti
2 egg
2,5 dl rasp
olía
smjör
salt og pipar
Gott er að hafa kjötið við stofuhita. Setjið hveiti í skál, brjótið eggin í aðra skál og sláið þau í sundur og setjið rasp í þriðju skálina. Setjið olíu og smjör á pönnu, ágætt að hafa 2 hluta af olíu á móti einum af smjöri. Veltið lærissneiðunum upp úr hveitinu, þá eggjunum og loks raspinu. Steikið sneiðarar dágóða stund í olíunni/smjörinu á báðum hliðum þangað þær eru fallega brúnar. Kryddið með salti og pipar. Raðið sneiðunum í eldfast form, hellið restinni af olíunni yfir, setjið álpappír yfir og eldið í 100°C heitum ofni í um klst.
Mynd og höfundur: Albert Eiríksson / alberteldar.com
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana