Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Omnom opnar ísbúð
Aðstandendur súkkulaðigerðinnar Omnom láta drauma sína rætast og ætla á morgun, föstudaginn 25. september kl. 16 að opna ísbúð í rýminu fyrir framan súkkulaðigerðina að Hólmaslóð 4 út á Granda.
Í ísbúð Omnom fær hugmyndaflugið lausan taum en á boðstólum eru girnilegir og spennandi ísréttir sem helst er hægt að lýsa sem einstakri bragðupplifun mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs.
Þessa fyrstu viku verður boðið upp á fimm rétti á ísseðlinum og munu bætast við fleiri spennandi og tilraunakenndir réttir eftir tilefnum og stemningu hverju sinni.
Á fyrsta ísseðli Omnom verða til dæmis Gyllti svanurinn sem sveipar njótandann suðrænum blæ, Kolkrabbinn sem sogar sig fastan á bragðlaukana með saltlakkrís og súrpræsi og svo er það sjálfur Ísbjörninn sem sumir eru kannski nægilega hugaðir að prófa.
Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnandi Omnom, ásamt sérlegum smökkurum eru búin að liggja yfir gæða hráefnunum og uppskriftum og útkoman er dásamlegar sósur, krem, krömbl og kurl sem þjóna ekki aðeins þeim tilgangi að gleðja gómana heldur einnig augað.
Ísbúð Omnom er til húsa að Hólmaslóð 4 út á Granda og opnunartímar eru:
Þriðjudaga til föstudaga frá kl. 16 til kl. 22
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 til kl. 22
Mynd: facebook / Omnom
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro