Uppskriftir
Ofnsteiktur kjúklingur, fylltur rótargrænmeti. Gljáður með lime, hunangi og sesamfræjum
Hráefni:
1 stk stór kjúklingur
3 stk gulrætur
1 stk sellerírót
½ búnt sellerystönglar
5 stk hvítlauksgeirar
2 stk fennika
1 stk laukur
½ búnt tímijan
3 msk smjör
2 msk sherry edik
4 msk hunang
5 msk limesafi
3 msk svart sesam
2 msk koríanderfræ, mulin
3 msk smjör
Aðferð
Afhýðið gulræturnar og selleryrótina og skerið í litla teninga ásamt sellerystönglunum, hvítlauknum, fennikinu og lauknum. Svitið allt grænmetið í smjöri ásamt tímían.
Bætið edikinu á pönnuna og kryddið til með salt og pipar. Fyllið kjúklinginn með grænmetisblöndunni.
Velgið á hunanginu og hrærið saman við, stofuheitt smjörið, blandið saman við limesafann, sesamfræin og korianderfræin. Penslið gljáanum á kjúklinginn og kryddið með salt og hvítum pipar.
Setjið á ofngrind með bakka undir og eldið við 120°c þar til kjarnhiti nær 70°c í ca 2 tíma.
Penslið gljáanum reglulega á kjúklinginn meðan eldun stendur.
Berið fram með fersku salati.
Höfundur: Eyþór Rúnarsson matreiðslumaður
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni8 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð