Viðtöl, örfréttir & frumraun
Omnom vakti mikla athygli á súkkulaðihátíð í Salt Lake City – Myndir og vídeó
Nú í nóvember mánuði hélt Omnom til Salt Lake City, þar sem súkkulaðiframleiðandinn hlaut þann heiður að vera miðdepill hinnar árlegu „Caputo’s Chocolate Festival“.
Hátíðin var haldin í áttunda sinn, en megin markmið hennar er að afla fjár til styrktar Heirloom Cacao Preservation sem vinnur markvisst að því að varðveita og viðhalda viðkvæmum stofnum kakóplöntunnar.
Á hverju ári er nýr framleiðandi valinn, sem sérhæfir sig í súkkulaði gerðu úr baun í bita og í ár var það hin íslenska súkkulaðigerð Omnom sem varð fyrir valinu.
Allir helstu veitingamenn, bakarar, kaffibarþjónar og kokteilbarþjónar Salt Lake City koma að hátíðinni og færa henni sinn sérstæða blæ með því að vinna með hin ýmsu hráefni frá Omnom.
Viðvera Omnom í Salt Lake City vakti víðsvegar áhuga, en var Kjartani Gíslasyni súkkulaðigerðarmanni meðal annars boðið að koma í spjallþáttinn „The Place“ á Fox 13 þar sem rætt var um innblástur og ástríðu Omnom á súkkulaði.
Þátturinn nýtur mikilla vinsælda í Utah og er óhætt að segja að Kjartan hafi slegið í gegn með litríkri kynningu sinni.
Þáttinn er hægt að horfa á hér að neðan:
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars