Uppskriftir
Ciabatta Brauð
Efni í fjóra hleifa
Sponge-blanda:
1 tsk þurrger
250 ml volgt vatn
350 gr sigtað hveiti
Blandið saman vatni og geri og látið standa í 3-4 mínútur. Blandið hveiti saman við. Leggið stykki yfir og látið standa í herbergishita í 12 klukkustundir.
Deig:
1,5 tsk þurrger
5 msk heit mjólk
1 msk ólífuolía
250 ml heitt vatn
600 gr hveiti
2-3 tsk salt
Blandið saman geri og mjólk og látið standa í 3-4 mínútur. Blandið sponge-blöndunni, vatni og olíu saman við. Hrærið saman rólega í hrærivél með krók. Blandið hveiti og salti saman við, og vinnið rólega saman.
Deigið ætti að vera mjög mjúkt viðkomu án þess að klessast við fingurnar. Það gæti þurft að þynna degið með heitu vatni. Látið hefast í skálinni í klukkustund eða þar til degið hefur þrefaldast. Skiptið í 4 jafna hluta og setjið á bökunarplötur. Penslið með ólífuolíu eða grænu pesto. Látið hefast undir plastfilmu í 90 mínútur. Deigið mun ekki rísa mikið á þeim tíma.
Bakið í 25-30 mínútur og kælið. Gott að úða brauðin þrisvar fyrstu 10 mínuturnar með vatni.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni7 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð