Uppskriftir
Ciabatta Brauð
Efni í fjóra hleifa
Sponge-blanda:
1 tsk þurrger
250 ml volgt vatn
350 gr sigtað hveiti
Blandið saman vatni og geri og látið standa í 3-4 mínútur. Blandið hveiti saman við. Leggið stykki yfir og látið standa í herbergishita í 12 klukkustundir.
Deig:
1,5 tsk þurrger
5 msk heit mjólk
1 msk ólífuolía
250 ml heitt vatn
600 gr hveiti
2-3 tsk salt
Blandið saman geri og mjólk og látið standa í 3-4 mínútur. Blandið sponge-blöndunni, vatni og olíu saman við. Hrærið saman rólega í hrærivél með krók. Blandið hveiti og salti saman við, og vinnið rólega saman.
Deigið ætti að vera mjög mjúkt viðkomu án þess að klessast við fingurnar. Það gæti þurft að þynna degið með heitu vatni. Látið hefast í skálinni í klukkustund eða þar til degið hefur þrefaldast. Skiptið í 4 jafna hluta og setjið á bökunarplötur. Penslið með ólífuolíu eða grænu pesto. Látið hefast undir plastfilmu í 90 mínútur. Deigið mun ekki rísa mikið á þeim tíma.
Bakið í 25-30 mínútur og kælið. Gott að úða brauðin þrisvar fyrstu 10 mínuturnar með vatni.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars