Viðtöl, örfréttir & frumraun
Snæbjörn eldar um 300 skólamáltíðir á dag – Býður upp á ekta íslenskan mat
Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari hefur hafið störf hjá grunnskólanum Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Þar eldar Snæbjörn fyrir skólabörnin ásamt því að sjá um að elda matinn fyrir leikskólann Krummakot og honum til aðstoðar eru Sigríður Benjamínsdóttir matartæknir og Ásta G. Sveinsdóttir.
Einfaldur og góður ekta íslenskur matur er á boðstólnum og má þar nefna pönnusteiktan fisk, soðna ýsu, lambalifur, kjötbollur og soðið slátur. Um 300 máltíðir eru eldaðar á dag og að auki er ávaxtastund um morguninn fyrir krakkana.
Snæbjörn lærði fræðin sín í mötuneyti MA, starfaði í Kaupmannahöfn í 1 ár, var á Fiðlaranum í 14 ár, Þýskalandi í 1 ár, Bandaríkin í ½ ár. Starfaði síðan á mötuneyti MA í 12 ár, fór á sjóinn sem kokkur í 2 ár. Vann hjá Kjarnafæði í 2 ár, og svo nú á Hrafnagilsskóla.
Til gamans má geta að Snæbjörn sigraði í matreiðslukeppninni Mondial des Chefs sem fram fór í París í Frakklandi árið 2012.
Sjá einnig: Snæbjörn sigraði í frönsku keppninni Mondial des Chefs – Vídeó
Keppendur voru matreiðslumenn sem störfuðu í opinberum eldhúsum, skólum, stofnunum og mötuneytum.
Snæbjörn þurfti að elda fyrir 10 manns í keppninni, Lambahrygg í aðalrétt og eftirrétt þar sem möndlur áttu að vera í aðalhlutverki, sjá uppskriftir hér.
Við óskum Snæbirni velfarnaðar í nýju starfi.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi













