Markaðurinn
Bako Ísberg fær liðsstyrk – Vilhjálmur Séamus ráðinn sem sölumaður
Vilhjálmur Séamus hefur verið ráðinn sem nýr sölumaður hjá Bako Ísberg.
Vilhjálmur ákvað að læra húsasmíði í menntaskóla en eftir aðeins þrjá mánuði sem þjónn hætti hann fljótlega við húsasmíðina og ákvað að gerast partur af veitingageiranum, þar sem hann fékk að blómstra.
Villi eða ‘’Þessi litli með skeggið’’ eins og margir þekkja hann, er þaulvanur og skemmtilegur þjónn enda hefur hann unnið víða um landið á flottum hótelum og veitingahúsum og safnað mikilli reynslu í bankann.
Vilhjálmur hefur starfað hjá Ion adventure hotel, Vox Restaurant, Ísafold Restaurant, Nítjánda, Sigló Hótel og Fosshótel Reykjavík en á Fosshótel Reykjavík var hann ferðaráðgjafi eða „Concierge“ en tók einnig þátt í jólahlaðborði Haust Restaurant. Eftir þetta gekk hann til liðs við Tower Suites Reykjavík sem Butler þar sem hann kynnist nýrri tegund af þjónustulund.
Vilhjálmur er aðeins 25 ára gamall en segist vera mjög spenntur fyrir nýju stöðunni hjá Bako Ísberg.
Villi verður með símanúmerið 825-6230 og tölvupóst [email protected]
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði