Markaðurinn
Nýtt frá MS – D-vítamínbætt og laktósalaus nýmjólk
Nú hefur Mjólkursamsalan hafið sölu á D-vítamínbættri og laktósalausri nýmjólk. Síðustu ár hefur laktósalaus léttmjólk selst mjög vel og viðskiptavinir óskað eftir því að fá laktósalausa nýmjólk sömuleiðis. Laktósi, öðru nafni mjólkursykur, er í mjólk frá náttúrunnar hendi og flokkast ekki sem viðbættur sykur.
Í laktósalausri mjólk er búið að fjarlægja þennan mjólkursykur og er það gert til að fleiri geti notið mjólkurinnar og þeirra mikilvægu vítamína, steinefna og próteina sem hún inniheldur. Laktósalaus nýmjólk hentar því þeim sem hafa laktósaóþol og finna til einhverra óþæginda í meltingarvegi við að neyta mjólkur.
Laktósalaus nýmjólk er einnig kolvetnaskert en hún inniheldur 38% minna af kolvetnum en venjuleg nýmjólk. Laktósalaus nýmjólk er D-vítamínbætt í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis og rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði






