Markaðurinn
Nýtt frá MS – D-vítamínbætt og laktósalaus nýmjólk
Nú hefur Mjólkursamsalan hafið sölu á D-vítamínbættri og laktósalausri nýmjólk. Síðustu ár hefur laktósalaus léttmjólk selst mjög vel og viðskiptavinir óskað eftir því að fá laktósalausa nýmjólk sömuleiðis. Laktósi, öðru nafni mjólkursykur, er í mjólk frá náttúrunnar hendi og flokkast ekki sem viðbættur sykur.
Í laktósalausri mjólk er búið að fjarlægja þennan mjólkursykur og er það gert til að fleiri geti notið mjólkurinnar og þeirra mikilvægu vítamína, steinefna og próteina sem hún inniheldur. Laktósalaus nýmjólk hentar því þeim sem hafa laktósaóþol og finna til einhverra óþæginda í meltingarvegi við að neyta mjólkur.
Laktósalaus nýmjólk er einnig kolvetnaskert en hún inniheldur 38% minna af kolvetnum en venjuleg nýmjólk. Laktósalaus nýmjólk er D-vítamínbætt í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis og rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt5 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum