Uppskriftir
Flatkökur – Flatkaka
150 g hveiti
150 g heilhveiti
150 g rúgmjöl
100 g sykur
3 tsk lyftiduft
½ tsk salt
400 g heit mjólk
Blandið öllum þurrefnunum saman, setjið heita mjólkina saman við og hrærið í gott deig. Fletjið deigið mjög þunnt út og skerið niður í hring, pikkið með gaffli hér og þar.
Bakið deigið á mjög heitri pönnu þar til góður litur er kominn, snúið þá við og bakið hinum megin þar til fallegur litur er kominn á kökuna.
Úðið kökurnar með vatni þegar búið er að baka þær og leggið rakan klút yfir þær.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur