Uppskriftir
Belgískar vöfflur með bláberjum og kanil
Virkilega góðar Belgískar vöfflur með bláberjum og kanil sem taka sunnudagskaffið upp á næsta level, ef svo má segja, en vöfflurnar verða extra léttar og stökkar þökk sé því að þeyta eggjahvíturnar og blanda svo varlega saman við restina af deiginu.
Bon appetit!
- Kornsterkja, 30 g
- All-purpose hveiti, 90 g
- Lyftiduft, 0,5 tsk
- Salt, 0,5 tsk
- Matarsódi, 0,25 tsk
- Ceylon kanill, 1 tsk / Má líka nota venjulegan Sykur, 2 msk
- Nýmjólk, 60 ml
- Ab-mjólk, 180 ml
- Isio 4 olía, 90 ml
- Vanilludropar, 0,5 tsk
- 1 stórt egg
- Góð handfylli af bláberjum
- Hlynsýróp eftir smekk
Aðferð:
- Hrærið öll þurrefnin fyrir utan sykurinn saman í meðalstóra skál og setjið til hliðar.
- Aðskiljið eggjarauðuna frá egginu og setjið hvítuna til hliðar í skál.
- Hrærið vel saman olíuna, nýmjólkina, ab-mjólkina og eggjarauðuna í annari skál.
- Hrærið mjólkurblönduna því næst saman við þurrefnin en án þess þó að ofhræra.
- Þeytið eggjahvítuna þar til hún er nógu stíf til að mynda stífan topp, bætið því næst sykrinum og vanilludropunum við og þeytið þangað til blandan er slétt og glansandi.
- Blandið eggjahvítunni að lokum varlega saman út í vöffludeigið.
- Hitið vöfflujárnið og smyrjið með ögn af smjöri eða olíu.
- Steikið vöfflurnar þar til þær eru fallega gylltar og stökkar en dreifið nokkrum bláberjum yfir vöffludeigið áður en þið lokið járninu.
- Berið fram með ferskum berjum og góðu hlynsýrópi.
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






