Vertu memm

Uppskriftir

Flauelismjúk aspassúpa á jólunum

Birting:

þann

Aspassúpa

Flauelismjúk aspassúpa á jólunum

Þessi súpa inniheldur engar mjólkurvörur svo hún er mjög sniðug fyrir þá sem þola þær illa og þá sem eru vegan. Hún er ofsalega bragðgóð og áferðin er líka frábær.

1 stk laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
2 búnt aspas, skerið smá af endanum eða brjótið aspasinn til að losna við trénaða partinn
3 stk millistærð af kartöflum, skrældar og skornar gróft
100 g kasjú hnetur
1 líter grænmetissoð
Smá möndlurjómi
1 stk sítróna, safinn
Salt og pipar
*Takið til hliðar nokkra aspas toppa og nokkrar kasjú hnetur til að skreyta með.

Aðferð:

Setjið olíu í pott og steikið laukana upp úr henni við miðlungs hita í nokkrar mínútur. Bætið svo aspasinum út í og steikið áfram í nokkrar mínútur.

Bætið grænmetissoðinu út í ásamt kartöflunum og hnetunum og sjóðið við miðlungs hita í 25 mínútur eða þar til kartöflunar eru soðnar.

Setjið svo allt í blandara og smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar.

Skreytið með aspas, ristuðum kasjú hnetum og smá möndlurjóma

Höfundur er Hrefna Sætran.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið