Markaðurinn
Ekran: Nýtt frá Valrhona
Ekran hóf nýverið sölu á tveimur nýjum tegundum af Grand Cru súkkulaði frá Valrhona.
Caranoa 55% dökkt súkkulaði sem er með keim af saltkaramellu. Mikil vinna var lögð í að finna gott jafnvægi í þessu súkkulaði og má segja að þeim hafi tekist að fullkomna fyrsta dökka súkkulaðið með karamellutónum. Valrhona notar einungis hágæðahráefni sem eru AOP Isigny smjör frá Les Veys, sjávarsalt frá Guérande og Créme Fraiche frá Normandí. Caranoa tónar mjög vel með m.a með perum, apríkósum, hnetum og Armagnac.
Tulakalum er nýtt í Grand Cru de Terroir línunni og kemur frá Belís. Tulakalum er afurð sem kemur úr löngu ferli sem hófst árið 2014. Valrhona er í samstarfi við Maya mountain cacao og koma kakóbaunirnar úr dal sem heimamenn kalla Yamwits sem myndi þýðast yfir á íslensku sem „ á milli fjalla „. Valrhona gerði samning til 10 ára og hjálpar til við að byggja upp infrastrúktur á svæðinu, gefa vanræktum kakótrjám nýtt líf ásamt því að planta nýjum og byggja upp gistingu starfsfólks á svæðinu.
Tulakalum er 75% dökkt súkkulaði og hefur hátt fituinnihald sem kemur úr kakóbauninni og býður uppá mikla möguleika þegar kemur að eftirréttagerð og konfektgerð. Tulakalum er með snert af sætum kryddum og skarpa sýru og ávaxtatóna. Tulakalum parar vel með anís, mangó, ananas, rabbabara, heslihnetum og sesam.
Valrhona eru stoltir af því að bjóða uppá hágæðasúkkulaði og Tulakalum frá Belís er frábær viðbót í Grand Cru de Terroir línuna sem státar af súkkulaði frá níu löndum hvaðanæva úr heiminum.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s