Vertu memm

Food & fun

Kopar – Food and Fun 2019

Birting:

þann

Kopar - Food and Fun 2019 - Kobe Desramaults

Kobe Desramaults

Ólafur Sveinn Guðmundsson matreiðslumeistari heimsækir nokkra veitingastaði sem taka þátt í Food and Fun hátíðinni og féllst á að leyfa lesendum Veitingageirans.is að njóta þess með sér.

Kopar

Það að koma á Kopar var eins og að detta inn á erilsama lestarstöð á háannatíma í stórborg, stemmingin skemmtileg og vel var tekið á móti okkur. Við fengum gott borð við gluggann þar sem við sáum vel yfir salinn og eldhúsið.

Kopar - Food and Fun 2019 - Kobe Desramaults

Gestakokkur Kopars er Kobe Desramaults sem er Belgískur og sá yngsti þar í landi til að fá Michelin stjörnu. Kobe er fæddur inn í veitingageirann ef svo má segja en hann elst upp á veitingastað móður sinnar sem rak De Wulf sem var hefðbundið belgísk brasseríe.

Eins og aðrir góðir matreiðslumenn/konur þá hefur Kobe þvælast víða og var meðal annars ein tvö ár á þriggja stjörnu staðnum Oud Siuis í Hollandi, síðan lá leiðin á Spán og til fleiri staða.

Kobe hefur nú lokað De wulf sem naut mikilla vinsælda, en þar sem hann sló í gegn meðal annar með því að bjóða upp á óvenjulega rétti og meðlæti.

Nú hefur hann opnað annan stað sem ber nafnið Chambre Séparée, þar er eingöngu  í boði 20 rétta „tasting“ matseðill og hámarksfjöldi gesta er 16 manns.

Camrbre fer áfram óvenjulegar leiða en á Chambre Séparée verður eingöngu eldað yfir eldi í opnu eldhúsi og fyrir lítinn hóp gesta.

En það er nú ekki svoleiðis á Kol þetta kvöldið þegar okkur bar að garði enda föstudagskvöld og húsið fullt eins og svo oft áður.

Á einum stað las ég það að maður verður að skilja matinn sem Kobe býður uppá en hann er ekki allra, annað hvort áttar þú þig á því hvert hann er að fara eða þú ert ekki með á nótunum og ert þá kannski bara spurningarmerki í framan (og bragðlaukunum).

Mig langar mig samt sérstaklega til að draga fram í sviðsljósið tvo rétti út úr frábærum matseðli, en það er fyrst hörpuskelin sem borin er fram í heitreyktu kræklingasoði og blaðlauksolíu. Þessi réttur er hreint út sagt ótrúlega bragðgóður.

Kopar - Food and Fun 2019 - Kobe Desramaults

Kopar - Food and Fun 2019 - Kobe Desramaults

Kopar - Food and Fun 2019 - Kobe Desramaults

Kopar - Food and Fun 2019 - Kobe Desramaults

Kopar - Food and Fun 2019 - Kobe Desramaults

Kopar - Food and Fun 2019 - Kobe Desramaults

En sér á bát fannst mér samt svartrótin sem er borin fram með kínverskum ætiþistlum, mysu og beinmerg. Þessi réttur er algjör snilld, passleg sýra, hæfilega stökkur og villtur í bragði.

Ég á ekki von á öðru en að það verður fullt þarna aftur svo ef þið viljið láta snilling elda fyrir ykkur þá er um að gera að panta borð sem fyrst.

Lifið heil

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið