Bocuse d´Or
Bocuse d´or: Bjarni Siguróli hefur lokið keppni – Sjáðu myndir frá keppninni hér
Bjarni Siguróli Jakobsson sem keppir fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or hefur skilað sínum réttum til dómnefndarinnar.
Keppnin er haldin í Lyon í Frakklandi dagana 29. – 30. janúar 2019.
Bjarni var sjötti keppandinn í eldhúsið og hóf keppni kl. 08:00 í morgun. Forréttur Bjarna var borinn á borð fyrir dómnefndina kl. 13:00 og kjötrétturinn kl. 13:35 á íslenskum tíma.
Aðstoðarmaður Bjarna í eldhúsinu er Ísak Darri Þorsteinsson. Þjálfari er Viktor Örn Andrésson. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og Sturla Birgisson matreiðslumeistari dæmdi fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.
Úrslit kynnt á morgun
Seinni partinn á morgun, miðvikudaginn 30. janúar, verða úrslitin kynnt við hátíðlega viðhöfn.
Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Myndir: skjáskot úr beinni útsendingunni.
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur