Frétt
Jacquy Pfeiffer á Íslandi
Einn fremsti kökugerðarmeistari í heimi, Jacquy Pfeiffer, er væntanlegur til Íslands í byrjun nóvember, á vegum franska sendiráðsins. Jacquy hefur starfað við mörg af fremstu veitingahúsum í heimi og rekur nú skóla í franskri kökugerð í Chicago. Hann hefur hlotið margar og miklar viðurkenningar fyrir list sína, bæði í Frakklandi og í Bandaríkjunum.
Jacquy tekur þátt í kynningu á franskri kökugerð í tengslum við átakið „Le goût – Keimur“. Hann kemur fram í Hagkaupum í Kringlunni milli 13 og 15 laugardag 3. nóvember og kennir að baka kryddbrauð. Kl. 16-17 sama dag rekur hann sögu franskrar kökugerðar í Alliance Française og býður fólki að smakka á krásum og verður síðar með vinnustofu þar.
Þá verður hann einn dag við Hótel og matvælaskólann í Kópavogi þar sem hann skoðar skólann og kynnir nemendum heimsklassakökugerð.
Koma Jacquys er hvalreki fyrir allt áhugafólk um kökur. Kannski að dýrindissmákökur í frönskum anda setji svip á jólaboðin í ár!
Mynd: frenchpastryschool.com
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka