Frétt
Grunur um listeríu í frosnum maísbaunum
Matvælastofnun varar við neyslu á frosnum maísbaunum vegna gruns um listeríu. Upplýsingar komu um innköllunina í gegnum RASFF,evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli á markaði. Fyrirtækið Samkaup mun í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, innkalla vöruna af markaði.
Verslanir munu fá upplýsingar og fjarlægja maísinn af markaði. Uppruni maísbaunanna er frá Ungverjalandi og ungverska fyrirtækið Greenward hefur sent út fréttatilkynningu varðandi innköllunina.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
- Vöruheiti: COOP extra söde majs
- Vörumerki: COOP
- Framleiðandi: Greenyard frozen Hungary Kft.
- Innflytjandi: Samkaup, Krossmóa 4, 260 Reykjanesbær
- Strikamerki:7340011431084
- Lýsing: 650 g plastpokar
- Framleiðsla: í agúst 2016 til og með nóvember 2017
- Geymsluskilyrði: frystivara
- Dreifing: Verslanir Samkaupa; Samkaup Úrval, Samkaup Strax, Nettó, Sunnubúð, Krambúð og Kjörbúðin.
Um listeríu á heimasíðu Matvælastofnunar má lesa nánar hér.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni3 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum