Vertu memm

Uppskriftir

Humarsúpa (Bisque)

Birting:

þann

Humarsúpa (Bisque)

Fyrir 6 manns

Innihald:

1 kg humar skeljar

50 g gulrætur

1 garðablóðberg grein

1 lárviðar lauf

3 steinseljustilkar

3 cl koníak

2 dl hvítvín

Til að jafna súpuna; 150 g hrísgrjón soðin í 1,5 l ljósu soði.

Aðferð:

Grænmetis afskurður (gulrætur, laukur, sellery)  er léttsteikt í smjöri ásamt humar skel, þangað til þær eru vel brúnaðar.  Þá eru þær kryddaðar með 12 g salti og gróf möluðum pipar.  Svo er koníakinu bætt í og kveikt í, svo hvítvín og 2,5 dl  af ljósu soði bætt í og soðið í 10 mín.  Skeljarnar eru muldar smátt ásamt hrísgrjónunum og soðinu af skeljunum, o,5 l ljóst soð er bætt út í.

Svo er súpan sigtuð og bætt með 150 g smjör og 1dl rjóma krydduð með salt og pipar og cayanna pipar.

Höfundur Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður

Auglýsingapláss

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið