Uppskriftir
Humarsúpa (Bisque)
Fyrir 6 manns
Innihald:
1 kg humar skeljar
50 g gulrætur
1 garðablóðberg grein
1 lárviðar lauf
3 steinseljustilkar
3 cl koníak
2 dl hvítvín
Til að jafna súpuna; 150 g hrísgrjón soðin í 1,5 l ljósu soði.
Aðferð:
Grænmetis afskurður (gulrætur, laukur, sellery) er léttsteikt í smjöri ásamt humar skel, þangað til þær eru vel brúnaðar. Þá eru þær kryddaðar með 12 g salti og gróf möluðum pipar. Svo er koníakinu bætt í og kveikt í, svo hvítvín og 2,5 dl af ljósu soði bætt í og soðið í 10 mín. Skeljarnar eru muldar smátt ásamt hrísgrjónunum og soðinu af skeljunum, o,5 l ljóst soð er bætt út í.
Svo er súpan sigtuð og bætt með 150 g smjör og 1dl rjóma krydduð með salt og pipar og cayanna pipar.
Höfundur Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar18 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s