Vertu memm

Uppskriftir

Poppkorn með súkkulaði, kókosolíu og hnetum

Birting:

þann

Poppkorn - Heilsusnakk

Það getur stundum verið erfitt að lifa heilbrigðum lífsstíl en hægt að velja aðeins hollara millimál en bland í poka. Eftirfarandi poppuppskrift er auðveld og góð.

100 g lífrænn poppmaís
3 msk. lífræn kókosolía
1 stk. ósykrað súkkulaði eða annað gott súkkulaði
3 msk. ljóst agave sýróp eða ögn hrásykur
1 msk. hnetu Nutella
2 msk. ósykraður rifinn kókos eða blandaðar hnetur (valfrjálst)

Aðferð

Poppkorn - HeilsusnakkHitið ofninn í 150 gráður.

Poppaðu poppmaís í örbylgjuofni eða í potti með loki (ef settur er hrásykur rétt áður en maísinn er settur í pottinn þarf að hafa hröð handtök í að sturta innihaldinu á bökunarplötu áður en karamellan brennur).

Setjið kókosolíu, súkkulaði, agave og vanillu á steikarpönnu og setjið í ofninn meðan það er forhitað.

Takið pönnu úr ofni þegar allt er brætt og hrærið innihaldsefnin saman til að blandan verði jöfn.

Bætið poppkorni og hnetum við súkkulaðiblönduna og hrærið saman við þar til allt er hjúpað.

Bakið í þrjár til sex mínútur, hrærið í þessu á tveggja mínútna fresti.

Kælið. Setjið poppkornið í loftþétt ílát og hrærið rifnum kókos saman við ef þess er óskað.

Njótið!

Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið