Uppskriftir
Poppkorn með súkkulaði, kókosolíu og hnetum
Það getur stundum verið erfitt að lifa heilbrigðum lífsstíl en hægt að velja aðeins hollara millimál en bland í poka. Eftirfarandi poppuppskrift er auðveld og góð.
100 g lífrænn poppmaís
3 msk. lífræn kókosolía
1 stk. ósykrað súkkulaði eða annað gott súkkulaði
3 msk. ljóst agave sýróp eða ögn hrásykur
1 msk. hnetu Nutella
2 msk. ósykraður rifinn kókos eða blandaðar hnetur (valfrjálst)
Aðferð
Poppaðu poppmaís í örbylgjuofni eða í potti með loki (ef settur er hrásykur rétt áður en maísinn er settur í pottinn þarf að hafa hröð handtök í að sturta innihaldinu á bökunarplötu áður en karamellan brennur).
Setjið kókosolíu, súkkulaði, agave og vanillu á steikarpönnu og setjið í ofninn meðan það er forhitað.
Takið pönnu úr ofni þegar allt er brætt og hrærið innihaldsefnin saman til að blandan verði jöfn.
Bætið poppkorni og hnetum við súkkulaðiblönduna og hrærið saman við þar til allt er hjúpað.
Bakið í þrjár til sex mínútur, hrærið í þessu á tveggja mínútna fresti.
Kælið. Setjið poppkornið í loftþétt ílát og hrærið rifnum kókos saman við ef þess er óskað.
Njótið!
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana