Vertu memm

Uppskriftir

Kjúklingur á ítalska vísu – fylltur með grænmeti

Birting:

þann

Kjúklingur primavera

Kjúklingur primavera

  • Einn kjúklingur sem búið er að klippa hrygginn úr (til að fylla og flýta fyrir eldun)
  • 2 msk. ólífuolía
  • salt
  • Ferskur svartur pipar
  • 1 tsk .ítalskt blaðkrydd
  • Einn kúrbítur, þunnt skorinn í fallegar sneiðar
  • 3 miðlungs tómatar, helmingaðir og skornir í þunnar sneiðar
  • 2 gular paprikur, þunnt sneiddar
  • 1/2 rauðlaukur, þunnt sneiddur
  • 1 kúla ferskur mozzarella-ostur

Aðferð
Hitið ofninn í 200 gráður – eða grillið. Setjið kjúkling á skurðbretti og klippið með góðum skærum bakhliðina úr (hrygginn). Aðferðin oft kölluð að fletja út. Skerið vasa í bringurnar en gætið þess að skera ekki alveg í gegn. Smyrjið með olíu og kryddið með salti, pipar og ítalska kryddinu.

Fyllið hvern vasa til skiptist með kúrbít, tómötum, papriku og rauðlauk.

Gott að rífa mozzarella-ost yfir.

Bakið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn, í um 25 mínútur. Ef nota á grill er gott að hvolfa kjúklingnum á stálbakka eða laust kökuform, þegar búið er að brúna skinnmegin – svo grænmeti detti ekki á milli grinda.

Framreiðið með grilluðu grænmeti og sýrðum rjóma með graslauk.

Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið