Keppni
Þessi keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2018
Í dag fór fram undanúrslit um titilinn Kokkur ársins 2018 en keppnin fór fram á Kolabrautinni í Hörpu.
Sjá einnig: Myndir frá forkeppni Kokkur ársins 2018
Átta keppendur elduðu þrjá smárétti úr ýsu, grísakinn & kjúklingaskinni og rófum.
Fimm efstu keppendur voru valdnir af dómnefnd nú rétt í þessu en þeir keppendur sem komust áfram og keppa til úrslita laugardaginn 24. febrúar í Flóa í Hörpu eru:
- Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
- Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
- Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
- Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu
Í úrslitakeppninni sem fram fer í Flóa Hörpu eiga keppendur að elda 3ja rétta matseðil úr svokallaðir leyni körfu. Þ.e. keppendur fá að vita degi fyrir keppni úr hvaða hráefni þeir eiga að elda og hafa svo 5 klst til að undirbúa matinn. Húsið er opið fyrir alla gesti frá kl: 13 – 18, eftir kl 18:00 er einungis opið fyrir gesti sem hafa tryggt sér miða á viðburðinn þar sem Andri Freyr og Kokkalandsliðið munu sjá um stemninguna samhliða keppninni. Kokkur ársins 2017 verður svo krýndur kl 22:45.
Miðapantanir á [email protected]
Fréttayfirlit frá keppninni Kokk ársins hér.
Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla