Frétt
Stóreldhúsið nálgast í Höllinni
Nú eru bara nokkrir dagar í stórsýninguna STÓRELDHÚSIÐ 2017.
„Sýningin hefur aldrei verið glæsilegri. Hvert fyrirtækið á fætur öðru er við það að fylla bása af áhugaverðum matvörum, tækjum og öðrum búnaði fyrir stóreldhúsið. Við getum lofað því að þessi sýning er alveg einstök á Íslandi og gefur starfsfólki stóreldhúsa einstakt tækifæri á að skoða allt það nýjasta sem er á boðstólnum fyrir stóreldhúsið. Það er mikill spenningur í mönnum og fyrirspurnir berast alls staðar að af landinu“
, segir Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningarinnar.
„Já, og sem fyrr verður sýningin í Laugardalshöllinni þar sem er afar gott sýningarhúsnæði og þægileg aðkoma. Allt frítt sem fyrr fyrir starfsfólk stóreldhúsana enda fagsýning sem er ekki opin almenningi. Nú er um að gera fyrir fyrir starfsfólk stóreldhúsanna að fara í spariskóna og mæta á fimmtudag eða föstudag. Eða báða dagana sem margir gera. Sýningin opnar kl. 12.00 báða dagana. Opið til 18.00 á fimmtudag og kl. 17.00 á föstudag. Það er ekki bara gagn og gaman að skoða alla glæsilegu básana heldur líka að hitta allt fólkið úr geiranum“
, segir Ólafur að lokum.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






