Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýir stjórnendur hjá Argentínu steikhúsi
Tveir nýir stjórnendur hafa verið ráðnir hjá veitingastaðnum Argentínu steikhúsi við Barónstíg. Þessa dagana standa yfir ýmsar endurbætur á hinum rómaða veitingastað, sem fagnar brátt þrjátíu ára afmæli sínu.
Edda Sif Sigurðardóttir er nýr rekstrarstjóri Argentínu. Hún er fjármálaverkfræðingur að mennt og átti og rak Dúkkuhúsið Verzlun í Kringlunni og við Vatnsstíg um árabil. Edda hefur að undanförnu verið í fæðingarorlofi, en tekur nú við daglegri stjórn Argentínu.
Sjá einnig: Argentína Steikhús – Veitingarýni
Stefán B. Guðjónsson hefur verið ráðinn veitingastjóri Argentínu. Hann er útskrifaður framreiðslumeistari úr Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og er einn þekktasti vínsérfræðingur þjóðarinnar. Var lengi yfirþjónn á Argentínu, umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Vínsmakkarinn og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, m.a. hlotið oftar en einu sinni nafnbótina vínþjónn ársins og framreiðslumaður ársins. Stefán hefur klárað viðurkennt nám hjá Court of master sommelier.
Sjá einnig: Argentína Steikhús – Skylduheimsókn fyrir þá sem kunna gott að meta
Argentína steikhús er í eigu Bos ehf, en eigandi þess og framkvæmdastjóri er Björn Ingi Hrafnsson.
Samsett mynd: facebook / Argentína Steikhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






