Smári Valtýr Sæbjörnsson
Brönsinn á Spírunni slær í gegn – Myndir og vídeó
Það er nóg um að vera á veitingastaðnum Spíran sem staðsettur er á annarri hæð í Garðheimum við Stekkjarbakka 4-6 í Reykjavík, en þar er að jafnaði um 120 manns sem borða í hádeginu.
Föstudagarnir eru vinsælastir þar sem að boðið er upp á naut og bearnaise á 2.190 með súpu dagsins og uppáhelltu kaffi. Spíran er með opið mánudaga til föstudag 11:00- 16:00 og laugardaga og sunnudaga 11:30 – 17:00 og hádegismaturinn er afgreiddur mánudaga til fimmtudaga 11:30-13:30 og föstudaga 11:00-14:00. Fyrir þá sem eru í veisluhugleiðingum þá hefur Spíran verið að taka inn hópa á kvöldin.
Um rekstur Spírunnar sér Rúnar Gíslason matreiðslumeistari og eigandi veisluþjónustunnar Kokkarnir.
Í byrjun mánaðarins hóf Spíran í fyrsta sinn að bjóða upp á bröns þar sem boðið er upp á súpu, brauð, hummus, beikon, eggjahræru, omilettu, grafinn lax, nauta carpaccio, margar tegundir af salötum, miniburgers, hafra og chia graut, osta, pönnukökur og síróp svo fátt eitt sé nefnt. ( Sjá matseðil hér )
„Vegna þess að við teljum okkur hafa fram að færa ákveðna tegund af heilsumeðvituðum mat, sem okkur fannst vera vöntun á þegar komið er að Brunch. Einnig hafa viðskiptavinir okkar hreinlega verið að kalla eftir þessu þar sem að mikil ánægja hefur verið með hádegismatinn hjá okkur.“
, sagði Rúnar Gíslason í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvers vegna að bjóða uppá bröns.
Það liggur beinast við að spyrja um matseldina á brönsinum:
„Það er í raun allt unnið frá grunni hjá okkur nema mjólkurvörur, við gerum okkar eigin möndlumjólk, múslí, brauð, pestó, hummus og eru allar sósur lagaðar af okkur. Við vinnum allt hráefni hjá okkur, gröfum okkar eigin lax, bökum allar kökur og allt bakkelsi sjálf.“
Brönshlaðborðið er í boði laugardaga og sunnudaga 11:30 – 15:00. Fjölmargir hafa kíkt á brönsinn og á samfélagsmiðlunum snapchat, facebook og instagram má sjá að gestir eru greinilega ánægðir með matinn.
Vídeó
Í meðfylgjandi myndbandi fer Árný Davíðsdóttir rekstrarstjóri Spírunnar yfir hvað er í boði á brönshlaðborðinu:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/spirangardheimum/videos/919471528210141/“ width=“600″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Myndir: facebook / Spíran

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði