Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Sbarro valið til veitingasölu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar

Birting:

þann

Sbarro

Veitingastaðurinn Sbarro, sem meðal annars hefur útibú í Kringlunni og Smáralind, hefur verið valinn í tímabundið veitingarými sem sett verður upp í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem Isavia auglýsir eftir aðilum í tímabundið rými en fyrirkomulagið er þekkt á flugvöllum erlendis, að því er fram kemur á vef Isavia.

Isavia auglýsti í apríl eftir aðilum til að reka veitingasölu í rýminu sem er á biðsvæði fyrir skiptifarþega sem fara um Keflavíkurflugvöll á leið sinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Skiptifarþegum hefur farið fjölgandi undanfarin ár og eru þarfir þeirra til afgreiðsluhraða á veitingum oft aðrar en þeirra sem hafa viðdvöl í landinu. Skiptifarþegar dvelja að meðaltali í um 60 mínútur í flugstöðinni og var því lögð rík áhersla á afgreiðsluhraða og gæði í vali á veitingaaðila. Í þjónustukönnunum Isavia hefur komið fram að skiptifarþegum hefur þótt vanta upp á úrval veitingastaða í suðurbyggingu og er þetta svar Isavia við þeirri eftirspurn.

Fjórtán aðilar sendu inn umsókn á fyrra stigi og fengu fimm þeirra tækifæri til að skila inn frekari gögnum fyrir valnefnd sem í sátu einn fulltrúi frá Isavia og tveir utanaðkomandi aðilar. Eftir nánari kynningu á fyrirkomulagi bárust upplýsingar frá tveimur áhugasömum aðilum. Við mat á gögnunum var tekið tillit til þeirra viðmiða sem sett voru fram í auglýsingu og þá sérstaklega hvað varðar þjónustu við þá farþega sem einungis millilenda hér á landi á leið sinni milli heimsálfa. Var til að mynda horft til þess að mikilvægt væri að veitingasöluaðilinn bæri fram veitingar sem neytendur þekkja og að afgreiðsla vörunnar væri bæði hröð og einföld. Valnefnd þótti Sbarro líklegasti aðilinn til að skila sem bestum árangri að teknu tilliti til fyrrgreindra viðmiða.

Útleigutímabil er frá 1. júní 2017 til 20. nóvember 2017 og er stefnt að opnun veitingasölunnar um miðjan júní. Isavia stefnir að því að leigja tímabundin rými út yfir vetrar- og sumartímabil og er stefnt að því að bjóða einnig út verslunarrými yfir vetrartímann.

Mynd: sbarro.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið