Bocuse d´Or
Jérôme Bocuse fetar í fótspor föður síns
Jérôme Bocuse sonur Paul Bocuse hefur verið kosinn forseti Bocuse d’Or keppninnar. Jérôme er þó enginn nýgræðingur í keppninni en hann hefur tekið virkan þátt og setið í fjölmörgum nefndum í tengslum við keppnina frá því að keppnin var haldin fyrst árið 1987.
Jérôme útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 1992 frá hinum virta skóla „The Culinary Institute of America“. Síðan þá hefur hann verið viðlogandi Bocuse d’Or og sem varaforseti í Bocuse d’Or USA Foundation ásamt matreiðslumönnunum Thomas Keller og Daniel Boulud. Að auki hefur Jérôme rekið franska veitingastaðinn „Les Chefs de France“ frá árinu 1996. Til gamans má geta að Jérôme var gestadómari á Top Chef árið 2009.
Það verður því táknrænn viðburður þegar Bocuse d´Or fer fram í byrjun á næsta ári, því að keppnin verður 30 ára og að auki nýr forseti sem stýrir keppninni.
Bocuse d´Or keppnin fer fram 24. og 25. janúar 2017 í Lyon í Frakklandi, þar sem Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður keppir fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmenn eru Hinrik Örn Lárusson og Sölvi Már Davíðsson. Dómari sem dæmir fyrir hönd Ísland er Sturla Birgisson matreiðslumeistari.
Hér að neðan eru vinningshafar frá því keppnin hófst árið 1987. Árið 2001 lenti Hákon Már í 3. sæti sem er besti árangur Ísland fram að þessu.
Ár | Bocuse d’Or | Silfur Bocuse | Brons Bocuse |
---|---|---|---|
1987 | Jacky Freon | Michel Addons | Hans Haas |
1989 | Léa Linster | Pierre Paulus | William Wai |
1991 | Michel Roth | Lars Erik Underthun | Gert Jan Raven |
1993 | Bent Stiansen | Jens Peter Kolbeck | Guy Van Cauteren |
1995 | Régis Marcon | Melker Andersson | Patrick Jaros |
1997 | Matthias Dahlgren | Roland Debuyst | Odd Ivar Solvold |
1999 | Terje Ness | Yannick Alleno | Ferdy Debecker |
2001 | François Adamski | Henrik Norström | Hákon Már Örvarsson |
2003 | Charles Tjessem | Frank Putelat | Claus Weitbrecht |
2005 | Serge Vieira | Tom Victor Gausdal | Rasmus Kofoed |
2007 | Fabrice Desvignes | Rasmus Kofoed | Frank Giovannini |
2009 | Geir Skeie | Jonas Lundgren | Philippe Mille |
2011 | Rasmus Kofoed | Tommy Myllymäki | Gunnar Hvarnes |
2013 | Thibaut Ruggeri | Jeppe Foldager | Noriyuki Hamada |
2015 | Ørjan Johannessen | Philip Tessier | Tommy Myllymaki |
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði