Frétt
Holtið er aftur bezt
Jónas kallinn fór að borða á Holtinu um daginn og skrifar frá heimsókn sinni á vefsíðu sína, sem er hér eftirfarandi:
-
Eftirrétturinn á Holtinu í hádeginu í gær var fínn, flókinn fíkjuréttur með rjóma, marens og ís. Eitt af því, sem Friðgeir Ingi Eiríksson hefur lært á margra ára dvöl í Frans. Matsalur Holts batnaði við komu hans og Sævars Sigurðssonar yfirþjóns.
Um leið hefur Grillinu og Sjávarkjallaranum daprazt flugið. Samkvæmt því er Holtið aftur orðið bezti veitingastaðurinn. Sem fyrr freistar hádegið mest. Þá má velja milli fjögurra forrétta, fjögurra eftirrétta og tveggja eftirrétta á samtals 3.500 krónur. Ég prófaði reyktan lunda, dádýralundir og áðurnefndar fíkjur. Kaffið á eftir var frábært.
Frá heimasíðunni jonas.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður