Bocuse d´Or
VOX tekur þátt í Bocuse D´Or
Bocuse d´Or matreiðslukeppnin er haldin annað hvert ár í Lyon í Frakklandi. Í ár verður það Friðgeir Ingi Eiríksson sem keppir fyrir Íslands hönd.
Í fréttatilkynningu segir að Íslenskir matreiðslumenn hafa tekið þátt í keppninni síðan 1999 þó keppnin sjálf hafi verið haldin síðan 1987 og náð ágætum árangri, þó enginn jafngóðum og Hákon Már Örvarsson fyrrum yfirmatreiðslumaður á VOX þegar hann vann til bronsverðlauna árið 2001. Oft er þessi keppni kölluð heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu og því ljóst að til mikils er að vinna.
Í tilefni af því að Friðgeir Ingi er að fara út með fríðu föruneyti hefur VOX í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara ákveðið að hafa Bocuse D´Or kvöld þann 19. janúar. Þar munu matreiðslumenn setja saman 3ja rétta matseðil úr því hráefni sem keppendum í Bocuse d´Or keppninni er gert að nota. Þ.e.a.s smálúðu, krabba og kjúklingi.
Veislan hefst kl 19:30 með kampavíni í boði Globus og síðan láta matreiðslumenn VOX gamminn geysa.
Verði verður stillt í hóf og kosta herlegheitin einungis 9.500.- á mann með sérvöldu víni með hverjum rétti. Rétt er að taka fram að það er takmarkað sætaframboð og þess vegna betra að hafa hraðar hendur við að panta borð í síma 444 5050.
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni3 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum