Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jói í Ostabúðinni fór til Las Vegas með 80 kíló af Íslenskum þorski í farteskinu
![Blue Ribbon Bacon Festival](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2015/11/Blue-Ribbon-Bacon-Festival.jpg)
Jói hreppti þriðja sætið fyrir eftirréttinn
Jói (þriðji f.h.) ásamt aðstoðarmönnum og beikon áhugamönnum
Jóhann Jónsson, matreiðslumaður og eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, fór nú á dögunum í matarævintýraferð til Las Vegas þar sem hann tók þátt í matreiðslukeppninni Extreme Bacon Bite Challenge. Hann bauð upp á þorsk og súkklaðimús með beikonívafi og hreppti þriðja sætið fyrir eftirréttinn.
Sló í gegn hjá áhorfendum
Jói átti að útbúa einn sætan bita með beikoni og annan aðalréttarbita, líka með beikoni. Í aðalrétt bauð hann upp á þorskhnakkabita.
Fyrst pæklaði ég þetta í einn og hálfan tíma með kryddi og salti, skolaði og þurrkaði. Svo var því velt upp úr dökkum og ljósum sesamfræjum og léttbakað í fimm mínútur. Síðan settum við beikonbita ofan á og bjuggum til dillmajónes með,
segir hann.
Þetta sló í gegn hjá áhorfendum en ekki dómurum, ég var kannski ekki með nóg beikon á þessu,
segir hann og hlær. Í eftirréttarbita gerði hann súkklaðimús.
Ég gerði súkklaðimús sem ég steypti upp. Síðan bjó ég til beikon-síróp á hana og skreytti með hindberjum og beikonbita. Þetta virkaði mjög vel saman,
segir hann. Þrír íslenskir aðstoðarmenn voru með í för.
Einn af þeim er Árni Georgsson.
Ég var bara að skera fisk og í ýmsum verkefnum sem Jói lét okkur gera. Á keppninni sjálfri var ég að útskýra fyrir fólki hvað það var að borða,
segir hann en matinn elduðu þeir í eldhúsi á 52. hæð á hótelinu þar sem dásamlegt útsýni var yfir borgina.
Útbjuggu 2.400 bita
Jói og félagar áttu að útbúa 2.400 bita af mat, 1.200 „aðalréttarbita“ og 1.200 „eftirréttarbita“. Árni segir að þrátt fyrir að Jói hafi ekki náð fyrsta sætinu hafi fólk verið mjög ánægt með matinn.
Hann var með frábæran rétt, að mínu mati besta réttinn. Sigurrétturinn var mjög góður, en það var beikonpylsa en fiskurinn hans Jóa var frábær. Það var sjávarútvegsfyrirtækið Sæmark sem flutti út 80 kíló af þorski og var fiskurinn mun fljótari á leiðinni en við. Hann var sendur út sama dag og hann var veiddur. Þeir sem smökkuðu borðuðu marga bita hjá okkur og eftirrétturinn var líka frábær. Þetta hefði sómt sér vel á flottum veitingastað,
segir Árni.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu.
Mynd: af facebook síðu Blue Ribbon Bacon Festival
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný