Vertu memm

Freisting

Villibráðaveisla SKG-veitinga á Hótel Ísafirði

Birting:

þann

Byrjað er að taka á móti borðapöntunum fyrir árlega villibráðaveisla SKG-veitinga sem verður haldin á Hótel Ísafirði laugardaginn 5. nóvember. Að venju verða miklar kræsingar á boðstólum svo sem hreindýr, gæs, svartfugl, skarfur, önd, lax, sjóbirtingur, hrefna og selur auk fjölda annarra sérvalinna rétta úr villtustu víðáttum landsins.

Rjúpa verður því miður ekki á boðstólum, því enda þótt veiðibanni hafi verið aflétt ríkir enn sölubann á rjúpu. Veislustjóri verður starfandi sóknarprestur í Ísafjarðarprestakalli, matgæðingurinn og veiðimaðurinn séra Skúli Ólafsson.

Mönnum er svo bent á að ekki er seinna vænna að byrja að brýna sagnagáfuna, því eins og alla jafnan verða veitt verðlaun fyrir bestu veiðisögurnar. Lifandi tónlist verður yfir borðhaldi og sérvalin vín í boði. Miðaverð er 5.900 krónur.

Matreiðslumeistarar SKG veitinga eru:

Snorri G. Bogason matreiðslumeistari
Nám í Hótel- og veitingaskóla Íslands og Hótel Esju.
Snorri hefur starfað á fjölda veitingastaða á láði sem legi m.a. á Gullfossi, Hótel Esju o.fl.
Hann hefur sótt fjölda námskeiða í faginu og einnig miðlað af þekkingu sinni til annara með námskeiðum.
Netfang: [email protected]

Karl K. Ásgeirsson matreiðslumeistari
Nám í Hótel- og veitingaskóla Íslands, Hótel Sögu, Meistaraskólanum í Reykjavík og Culinary Institute of America.

Karl starfaði á Grillinu á Hótel Sögu í nokkur ár, og rak síðan veitinga- og gististað á Nesjavöllum áður en hann fluttist til Ísafjarðar. Hann hefur einnig sótt fjölda námskeiða til að auka við sína þekkingu í faginu.
Netfang: [email protected]

Guðlaug Jónsdóttir matreiðslumaður
Nám í Hótel- og veitingaskóla Íslands og Hótel Sögu.
Var valin matreiðslunemi ársins af Klúbbi Matreiðslumeistara við útskrift.
Guðlaug starfaði á Hótel Sögu í nokkur ár eftir útskrift og rak síðan ásamt Karli veitinga- og gististað á Nesjavöllum áður en hún fluttist til Ísafjarðar. Þar kenndi hún matreiðslu á matartæknibraut Menntaskólans á Ísafirði í einn vetur og hefur síðan starfað á Hótel Ísafirði.
Netfang: [email protected]

Heimild:
Vestfirska blaðinu Bæjarins besta
Skg.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið