Freisting
Villibráðaveisla SKG-veitinga á Hótel Ísafirði
Byrjað er að taka á móti borðapöntunum fyrir árlega villibráðaveisla SKG-veitinga sem verður haldin á Hótel Ísafirði laugardaginn 5. nóvember. Að venju verða miklar kræsingar á boðstólum svo sem hreindýr, gæs, svartfugl, skarfur, önd, lax, sjóbirtingur, hrefna og selur auk fjölda annarra sérvalinna rétta úr villtustu víðáttum landsins.
Rjúpa verður því miður ekki á boðstólum, því enda þótt veiðibanni hafi verið aflétt ríkir enn sölubann á rjúpu. Veislustjóri verður starfandi sóknarprestur í Ísafjarðarprestakalli, matgæðingurinn og veiðimaðurinn séra Skúli Ólafsson.
Mönnum er svo bent á að ekki er seinna vænna að byrja að brýna sagnagáfuna, því eins og alla jafnan verða veitt verðlaun fyrir bestu veiðisögurnar. Lifandi tónlist verður yfir borðhaldi og sérvalin vín í boði. Miðaverð er 5.900 krónur.
Matreiðslumeistarar SKG veitinga eru:
Snorri G. Bogason matreiðslumeistari
Nám í Hótel- og veitingaskóla Íslands og Hótel Esju.
Snorri hefur starfað á fjölda veitingastaða á láði sem legi m.a. á Gullfossi, Hótel Esju o.fl.
Hann hefur sótt fjölda námskeiða í faginu og einnig miðlað af þekkingu sinni til annara með námskeiðum.
Netfang: snorri@skg.is
Karl K. Ásgeirsson matreiðslumeistari
Nám í Hótel- og veitingaskóla Íslands, Hótel Sögu, Meistaraskólanum í Reykjavík og Culinary Institute of America.
Karl starfaði á Grillinu á Hótel Sögu í nokkur ár, og rak síðan veitinga- og gististað á Nesjavöllum áður en hann fluttist til Ísafjarðar. Hann hefur einnig sótt fjölda námskeiða til að auka við sína þekkingu í faginu.
Netfang: kalli@skg.is
Guðlaug Jónsdóttir matreiðslumaður
Nám í Hótel- og veitingaskóla Íslands og Hótel Sögu.
Var valin matreiðslunemi ársins af Klúbbi Matreiðslumeistara við útskrift.
Guðlaug starfaði á Hótel Sögu í nokkur ár eftir útskrift og rak síðan ásamt Karli veitinga- og gististað á Nesjavöllum áður en hún fluttist til Ísafjarðar. Þar kenndi hún matreiðslu á matartæknibraut Menntaskólans á Ísafirði í einn vetur og hefur síðan starfað á Hótel Ísafirði.
Netfang: gudlaug@skg.is
Heimild:
Vestfirska blaðinu Bæjarins besta
Skg.is

-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag