Keppni
Þessi keppa og dæma í Álaborg í Danmörku

Allir keppendur og dómarar. Fv. Rúnar Pierre Heriveaux, Atli Þór Erlendsson, Hafsteinn Ólafsson, Jóhannes Steinn Jóhannesson, Steinn Óskar Sigurðsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Natascha Elisabet Fischer, Hafliði Ragnarsson og Axel Þorsteinsson
Fjórir kokkar, þjónn og konditor keppa í Álaborg í Danmörku dagana 4.-6. júní í Norðurlandakeppni og alþjóðlegum fagkeppnum í matreiðslu, eftirréttagerð og framreiðslu.
Klúbbur matreiðslumeistara sendir hóp keppenda í Norðurlandakeppni kokka og þjóna og samhliða keppa kokkar og konditor í Norður Evrópu forkeppni í alþjóðlegum fagkeppnum „Global Chefs“. Keppnirnar eru haldnar jafnhliða þingi matreiðslumanna frá Norðurlöndunum í Álaborg dagana 4.-6. júní næstkomandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Klúbbi Matreiðslumeistara.
Í hópi keppenda og dómara eru meðal annara sigurvegarinn í keppninni um matreiðslumann ársins 2015 Atli Þór Erlendsson. Þá eru Kokkalandsliðsmenn í hópnum bæði sem keppendur og dómarar og reynsluboltar úr faginu ásamt ungum og efnilegum stjörnum framtíðarinnar. Allar keppnirnar eru einstaklingskeppnir en norræna keppnin byggir á samstarfi kokka og þjóna. Ísland hefur titil að verja í Norðurlandakeppni kokka/Nordic Chef þar sem Viktor Örn Andrésson frá Lava Bláa Lóninu stóð uppi sem sigurvegari árið 2014.
Nánar um viðburðinn á vefslóðinni nkf-congress.com.

Keppendur,Nordic & Global keppnir. Fv. Hafsteinn Ólafsson, Rúnar Pierre Heriveaux, Natascha Elisabet Fischer, Atli Þór Erlendsson, Steinn Óskar Sigurðsson, Axel Þorsteinsson
Keppnirnar og dagsetningar,íslensku keppendurnir og vinnustaðir þeirra.
Norður-Evrópu forkeppni á vegum Wacs, alþjóðlegra samtaka matreiðslumanna.
- Global Pastry Chefs Challenge 4.júní, Axel Þorsteinsson frá Apotek Restaurant
- Global Chefs Challenge 5.júní, Steinn Óskar Sigurðsson frá Vodafone
- Global Young Chefs Challenge 5. júní, Hafsteinn Ólafsson frá Apotek Restaurant
Norðurlandakeppni kokka og þjóna á vegum Norðurlandasamtaka matreiðslumanna.
- Nordic Chef 6. júní, Atli Þór Erlendsson frá Grillinu Hótel Sögu
- Nordic Chef Junior 6. júní, Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu
- Nordic Waiter 6.júní, Natascha Elisabet Fischer frá Kopar
Í keppnunum dæma þrír íslenskir dómarar, Jóhannes Steinn Jóhannesson frá Slippbarnum, Hafliði Ragnarsson frá Mosfellsbakarí og Þráinn Freyr Vigfússon frá Lava Bláa Lóninu.
Myndir tók Sveinbjörn Úlfarsson.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt2 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards