Keppni
Þessi keppa og dæma í Álaborg í Danmörku
Fjórir kokkar, þjónn og konditor keppa í Álaborg í Danmörku dagana 4.-6. júní í Norðurlandakeppni og alþjóðlegum fagkeppnum í matreiðslu, eftirréttagerð og framreiðslu.
Klúbbur matreiðslumeistara sendir hóp keppenda í Norðurlandakeppni kokka og þjóna og samhliða keppa kokkar og konditor í Norður Evrópu forkeppni í alþjóðlegum fagkeppnum „Global Chefs“. Keppnirnar eru haldnar jafnhliða þingi matreiðslumanna frá Norðurlöndunum í Álaborg dagana 4.-6. júní næstkomandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Klúbbi Matreiðslumeistara.
Í hópi keppenda og dómara eru meðal annara sigurvegarinn í keppninni um matreiðslumann ársins 2015 Atli Þór Erlendsson. Þá eru Kokkalandsliðsmenn í hópnum bæði sem keppendur og dómarar og reynsluboltar úr faginu ásamt ungum og efnilegum stjörnum framtíðarinnar. Allar keppnirnar eru einstaklingskeppnir en norræna keppnin byggir á samstarfi kokka og þjóna. Ísland hefur titil að verja í Norðurlandakeppni kokka/Nordic Chef þar sem Viktor Örn Andrésson frá Lava Bláa Lóninu stóð uppi sem sigurvegari árið 2014.
Nánar um viðburðinn á vefslóðinni nkf-congress.com.
Keppnirnar og dagsetningar,íslensku keppendurnir og vinnustaðir þeirra.
Norður-Evrópu forkeppni á vegum Wacs, alþjóðlegra samtaka matreiðslumanna.
- Global Pastry Chefs Challenge 4.júní, Axel Þorsteinsson frá Apotek Restaurant
- Global Chefs Challenge 5.júní, Steinn Óskar Sigurðsson frá Vodafone
- Global Young Chefs Challenge 5. júní, Hafsteinn Ólafsson frá Apotek Restaurant
Norðurlandakeppni kokka og þjóna á vegum Norðurlandasamtaka matreiðslumanna.
- Nordic Chef 6. júní, Atli Þór Erlendsson frá Grillinu Hótel Sögu
- Nordic Chef Junior 6. júní, Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu
- Nordic Waiter 6.júní, Natascha Elisabet Fischer frá Kopar
Í keppnunum dæma þrír íslenskir dómarar, Jóhannes Steinn Jóhannesson frá Slippbarnum, Hafliði Ragnarsson frá Mosfellsbakarí og Þráinn Freyr Vigfússon frá Lava Bláa Lóninu.
Myndir tók Sveinbjörn Úlfarsson.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur