Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Byggja lúxushótel við Geysi sem verður með hæsta gæðaflokk á hóteli á Íslandi
Í dag verður byrjað að steypa upp 77 herbergja glæsihótel við Geysi í Haukadal. Stefnt er að opnun hótelsins árið 2018. Nýbyggingin verður um 7 þúsund fermetrar. Kostnaður við framkvæmdina er trúnaðarmál.
Nýbyggingin tengist núverandi þjónustu á svæðinu og mun gefa því heildstætt útlit. Áhersla er lögð á að byggingin sé hógvær í umhverfi sínu og endurspeglast það í formi hennar og landslagsmótun en byggingin er formuð þannig að hún skyggi sem minnst á náttúruperlur svæðisins.
Byggingin er hæst þrjár hæðir auk kjallara og skiptist í þrjá hluta sem þjóna ólíkum tilgangi. Í herbergjaálmunni eru 77 herbergi þar af 6 svítur. Öll herbergin eru með fallegu útsýni yfir sveitina. Standard herbergin eru af tveimur gerðum og óvenju rúmgóð miðað við hefðbundin hótelherbergi. Hluti herbergjanna er með stórum útkragsglugga sem hægt er að tylla sér í og láta hugann reika en hin herbergin eru björt með stórum opnanlegum gluggaflötum og svölum.
Aðal anddyri hótelsins og móttaka eru á 2. hæð með tvöfaldri lofthæð. Gluggafletir eru stórir og háir og ramma inn stórglæsilegt útsýni yfir Geysi og hverasvæðið. Veitingasalir eru staðsettir á 1. og 2. hæð byggingarinnar og umlykja útveggi gamla íþróttaskólans sem fær nú nýtt hlutverk. Möguleiki er að opna veitingasalina út í skjólgóðan hótelgarðinn á góðviðrisdögum.
Frá 3. hæð er aðgengi út á þakverönd þar sem hægt er að njóta veitinga og útsýnis til allra átta. Landslagið á svæðinu verður áhugavert og fjölbreytt, bæði í landmótun og gróðurvali. Góðar göngutengingar eru til allra átta og hönnun lóðar býður uppá að vegfarendur staldri við á leið sinni um svæðið.
Mótun landslags myndar notaleg útisvæði sem snúa vel við sól og nýtast vel til afslöppunar á góðviðrisdögum.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora