Keppni
Keppnin Matreiðslumaður ársins 2015 er hafin
Úrslitakeppni um Matreiðslumann ársins 2015 hófst í morgun klukkan 08:00 í morgun fyrsti keppandi skilar fyrsta rétti 3 tímum síðar eða klukkan 11:00.
Keppendur eru þeir Atli Erlendsson, Axel Clausen, Kristófer H. Lord, og Steinn Óskar Sigurðsson og eiga þeir að elda forrétt og aðalrétt fyrir dómara.
Keppendur fá þá 3,5 klukkustund til að elda samkvæmt „óvissu körfu“ , en hvaða hráefni á að nota er hægt að skoða á meðfylgjandi mynd
Dómnefndin er skipuð þeim Sturla Birgissyni, Bjarna Gunnari Kristinssyni, Þránni Frey Vigfússyni, Bjarka Hilmarssyni , Jóhannesi Jóhannessyni og Birni Braga Bragasyni en yfirdómari er Matti Jamsen en hann keppti fyrir hönd Finlands í Bocuse d’Or 2015 og lenti þar í 4-5 sæti.
Verðlaunaafhending verður svo í dag klukkan 17:00 í Hörpunni.
Fólk er hvatt til að koma og fylgjast með keppninni.
Samkvæmt niðurstöðu úr könnun lesenda þá hefur Kristófer H. Lord fengið flest atkvæði.
Mynd: Árni Þór Arnórsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi