Viðtöl, örfréttir & frumraun
Rífandi stemmning í saltfiskveislu á Ísafirði
Fyrsta saltfiskveisla sumarsins var haldin í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á laugardagskvöld. Sú hefð hefur komist á að leikmenn sjá um eldamennskuna á fyrsta kvöldinu en eftir það sjá SKG veitingar um eldamennskuna.
Að sögn Jóns Sigurpálssonar, safnvarðar í Neðstakaupstað, var þetta að öðrum saltfiskveislum ólöstuðum sú besta hingað til og lagðist þar allt á eitt, maturinn gómsætur, hljómsveitin góð og gestirnir komnir til að skemmta sér. Dansinn dunaði fram á nótt undir taktföstum slætti og ljúfum tónum Saltfisksveitar Villa Valla og þakið ætlaði að rifna af húsinu í síðasta laginu.
Greint frá á Vestfirska vefnum bb.is
Mynd: BB.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð