Vertu memm

Íslandsmót barþjóna

17 ára framreiðslunemi sigraði í Íslandsmóti Barþjóna – Myndir

Birting:

þann

Íslandsmeistaramót barþjóna - Vinnustaðakeppni 2022

Reginn Galdur Árnason

Í gærkvöldi fór fram Íslandsmeistaramót barþjóna og Vinnustaðakeppni í Gamla Bíó.

Keppt var í Long Drink í Íslandsmeistaramóti barþjóna og Tiki þema í Vinnustaðakeppninni.

Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

Íslandsmeistaramót barþjóna - Vinnustaðakeppni 2022

Það var hann Reginn Galdur Árnason með drykkinn sinn Galdur sem fór með sigur af hólmi og mun hann keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Kúbú í haust.

Þess má til gamans geta að Reginn er einungis 17 ára gamall og nemur hann framreiðslunám á Nauthól þar sem hann er undir handleiðslu meistara síns Elnu Maríu Tómasdóttur sem er einmitt fyrrum íslandsmeistari.

Reykjavík Cocktail Weekend 2019

Úrslit urðu eftirfarandi:

Íslandsmót Barþjóna – Dæmt eftir IBA reglum:
1. sæti – Reginn Galdur Árnason á Nauthóll með drykkinn Galdur
2. sæti – Árni Gunnarsson með drykkinn Galadriel
3. sæti – Alex Örn Heimisson á Apótekinu með drykkinn Hovdenak vs Henry Hall

Feglegustu vinnubrögðin – Reginn Galdur Árnason frá Nauthól
Besta útlit drykkjar – Lára Katrín Alexanderdóttir frá Nauthól

Þema keppni Tiki:
1. Þröstur Smári Kristjánsson á Sæta Svíninu með drykkinn Úga Bloody Búga
2. Patrick Örn Hansen á Gaia með drykkinn Gettin Tiki With it
3. Edda Becker á Fjallkonunni með drykkinn Sunday

Besta útlit drykkjar – Daniel Charles Kavanagh frá Sushi Social
Fagleg vinnubrögð – Adam Kapsa – Mathús Garðabæjar

Keppnin er haldin samhliða Reykjavík Cocktail Weekend (RCW) hátíðarinnar sem stendur yfir til laugardaginn 9. apríl næstkomandi. Dagskrána má sjá í heild sinni með því að smella hér.

Myndir: Ómar Vilhelmsson

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið