Íslandsmót barþjóna
17 ára framreiðslunemi sigraði í Íslandsmóti Barþjóna – Myndir
Í gærkvöldi fór fram Íslandsmeistaramót barþjóna og Vinnustaðakeppni í Gamla Bíó.
Keppt var í Long Drink í Íslandsmeistaramóti barþjóna og Tiki þema í Vinnustaðakeppninni.
Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.
Það var hann Reginn Galdur Árnason með drykkinn sinn Galdur sem fór með sigur af hólmi og mun hann keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Kúbú í haust.
Þess má til gamans geta að Reginn er einungis 17 ára gamall og nemur hann framreiðslunám á Nauthól þar sem hann er undir handleiðslu meistara síns Elnu Maríu Tómasdóttur sem er einmitt fyrrum íslandsmeistari.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Íslandsmót Barþjóna – Dæmt eftir IBA reglum:
1. sæti – Reginn Galdur Árnason á Nauthóll með drykkinn Galdur
2. sæti – Árni Gunnarsson með drykkinn Galadriel
3. sæti – Alex Örn Heimisson á Apótekinu með drykkinn Hovdenak vs Henry Hall
Feglegustu vinnubrögðin – Reginn Galdur Árnason frá Nauthól
Besta útlit drykkjar – Lára Katrín Alexanderdóttir frá Nauthól
Þema keppni Tiki:
1. Þröstur Smári Kristjánsson á Sæta Svíninu með drykkinn Úga Bloody Búga
2. Patrick Örn Hansen á Gaia með drykkinn Gettin Tiki With it
3. Edda Becker á Fjallkonunni með drykkinn Sunday
Besta útlit drykkjar – Daniel Charles Kavanagh frá Sushi Social
Fagleg vinnubrögð – Adam Kapsa – Mathús Garðabæjar
- Sigrinum fagnað vel og vandlega
- Íslandsmeistarinn Reginn Galdur Árnason og Grétar Matthíasson, formaður Barþjónaklúbbs Íslands
Keppnin er haldin samhliða Reykjavík Cocktail Weekend (RCW) hátíðarinnar sem stendur yfir til laugardaginn 9. apríl næstkomandi. Dagskrána má sjá í heild sinni með því að smella hér.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni














