Vertu memm

Starfsmannavelta

Flottir fagmenn komnir á Cava | Nýjar áherslur líta dagsins ljós

Birting:

þann

Cava

Í ágúst 2013 opnaði veitingastaðurinn Cava sem staðsettur er við Laugaveg 28.  Matreiðslumennirnir Pétur Jónsson og Björgvin Mýrdal hafa staðið vaktina fram að þessu og eru nú hættir.

Nú eru úrvals fagmenn við stjórnvölinn, en það eru þeir Hafsteinn Ólafsson, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson og Hrafnkell Sigríðarson.

Hafsteinn er meðlimur í Kokkalandsliðinu, lenti í 2. sæti um titilinn Matreiðslumaður ársins 2012 og 2013, aðstoðamaður Sigurðar í Bocuse d´Or 2013.  Hafsteinn starfaði áður á Grillinu á Hótel Sögu og byrjar á Cava nú í mars.

Hrafnkell er meðlimur í Kokkalandsliðinu og starfaði áður á Vox.

Sigurður á ansi öflugan feril að baki, keppti um titilinn Matreiðslumann ársins 2010 og lenti þar í 3. sæti, og náði titlinum Matreiðslumaður ársins 2011.  Þá tók við Bocuse d´Or keppnin og byrjaði hann á því að taka 4. sætið í undankeppninni árið 2012 og tryggði Ísland í aðalkeppnina í fyrra.  Í keppninni Bocuse d´Or 2013 sem haldin var í Lyon í Frakklandi, náði Sigurður þeim frábæra árangur að taka 8. sætið þar.  Sigurður starfaði áður á Vox.

Nýi matseðillinn á Bunk

Nýi matseðillinn á Bunk

Ætlum okkur að fara í nýjar áheyrslur í mat, þjónustu og andrúmslofti á veitingastaðnum í kjallaranum og erum á næstunni að fara að endurskipuleggja eldhúsið.  Hvað varðar Bunk bar þá mun hann halda svipaðri mynd, en við vorum að taka inn nýjan kokteilseðil og matseðil í seinustu viku sem við munum síðan halda áfram að þróa og er stefnan tekin á götumat (street food).

, sagði Sigurður í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um áherslubreytingar.

Glæsilegt teymi sem komið er á Cava og fyrir þá sem áhuga hafa, þá eru lausar stöður: barþjón, þjóna í sal, veitingastjóra, en umsóknir sendast á netfangið [email protected].

 

Myndir: af facebook síðu Cava.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið