Smári Valtýr Sæbjörnsson
Wilson´s Pizza gjaldþrota | Guðmundur Arnfjörð sagður taka við rekstri Wilson´s Pizza
Fyrirtækið sem séð hefur um rekstur pítsastaða Wilson´s Pizza hefur verið lýst gjaldþrota, en þetta kom fram í Lögbirtingarblaðinu nú á dögunum.
Þá er búið að loka pítsastöðum fyrirtækisins við Ánanaust, Gnoðavog, Vesturlandsveg og Brekkuhús en staðurinn í Eddufelli verður áfram opinn.
Fyrirtækið hefur rekið pítsastaði frá árinu 2005. Samkvæmt síðasta ársreikningi sem félagið skilaði varð 24 milljón króna tap á rekstrinum árið 2012, að því er fram kemur á visir.is.
Guðmundur Arnfjörð, sem rekið hefur pítsastaðakeðjuna Pizzuna undanfarin 17 ár, tók nýverið við rekstri veitingastaða Ruby Tuesday, en á vef sedogheyrt.is er sagt að hann taki við rekstri á Wilsons pizza. Talið er að hann ætli að opna Pizzuna á tveimur Wilsons-stöðum: í Ánanaustum og Skeiðavogi.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Uber Eats höfðar mál gegn DoorDash vegna meintra einokunaraðferða