Frétt
Villti kokkurinn mætir á samfélagsmiðlana með pomp og prakt
Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari, betur þekktur sem Villti kokkurinn, er mættur á samfélagsmiðlana í öllu sínu veldi.
Það er virkilega gaman að fylgjast með meistaranum, frábærar myndir þá bæði nýjar og gamlar, uppskriftir og margt fleira.
Fylgist með Úlfari á facebook hér og á instagram hér.
Um Úlfar
Úlfar byrjaði að læra fræðin sín árið 1983 á Hótel Esju og útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskóla Íslands 1987. Hann hefur unnið á hinum ýmsu veitingastöðum síðan auk þess að reka sjálfur veitingahús um árabil sem hét Jónatan Livingston Mávur og var staðsett við Tryggvagötu 4-6 í Reykjavík.
Úlfar er meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara og var í íslenska Kokkalandsliðinu frá 1987-2002, m.a. sem fyrirliði síðustu árin, og vann til fjölda verðlauna.
Sjá einnig: Velgengni Kokkalandsliðsins allt til ársins 1978
Hann var kjörinn matreiðslumaður ársins á Íslandi árið 1994 og keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í matreiðslu í tvígang ásamt því að taka þátt í smærri keppnum bæði erlendis og hér heima. Árið 1991 var Úlfar heiðraður með hinni virtu Cordon Bleu-orðu af Klúbbi matreiðslumeistara fyrir vel unnin störf í matreiðslukeppnum erlendis.
Úlfar sá um matreiðsluþætti á Ríkissjónvarpinu í tvö og hefur skrifað fjórar matreiðslubækur; A Taste of Iceland sem kom út 1995, Stóru bókina um villibráð 2011 sem var tilnefnd til Gourmand verðlaunanna sem besta villibráðabók heims 2011, Stóru Alífuglabókina 2014, Taste of Iceland 2016. Einnig á hann fjöldann allan af uppskriftum í hinum ýmsu kokkabókum bæði hér og erlendis. Uppskriftir eftir Úlfar hafa birst í tímaritinu Gestgjafanum frá árinu 1989. Hann var lausapenni hjá blaðinu til ársins 2005 en fastráðinn til ársins 2012, þar gengdi hann einnig starfi veitingarýnis.
2012- 2017 hefur Úlfar starfað sjálfstætt við veislur og vöruþróun fyrir hin ýmsu fyrirtæki og einstaklinga. Hann hefur séð um matreiðsluþáttagerð fyrir ÍNN, séð um matreiðslu í laxveiðihúsum víða um land og hann hefur einnig verið dómari í alþjóðlegum matreiðslukeppnum. Í dag starfar Úlfar Finnbjörnsson sem yfirmatreiðslumaður á Grand Hótel Reykjavík
Myndir: facebook / Ulli Wild Chef
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma