Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Verðlaunavín Gyllta Glasið 2020 – Seinni partur

Birting:

þann

Gyllta Glasið 2020

Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2020 sem var undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.490 kr til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin til í þessa keppni.

Sjá einnig:

Verðlaunavín Gyllta Glasið 2020 – fyrri partur

Seinni partur

Gyllta Glasið 2020

Í þessum seinni parti voru vín frá norður við miðbaug tekinn fyrir.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Grand Hótel 9.Desember sl. og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir aðstoðina, svo viljum við sérstakalega þakka Ásmundi á Grand Hóteli fyrir að veita okkur fyrstaflokks aðstöðu með mjög stuttum fyrirvara.

Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.

5 hvítvín og 10 rauðvín hlutu Gyllta glasið 2020 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Verðlaunavínin

Hvítvín:

Baron de Ley ,,Tres Vinas“ Blanco Reserva 2017, 3.099 kr

Artur Metz Pinot Gris 2018, 2.499 kr

Famille Hugel Pinot Gris Classic 2018, 2.990 kr

Willm Pinot Gris Grand Cru Kirchberg de Barr 2017, 3.999 kr

Gerard Bertrand Art de Vivre Clairette du Languedoc Adissan 2018, 2.899 kr

Rauðvín:

Baron de Ley Gran Reserva 2014, 3.898 kr

Coto de Imaz Reserva 2016, 2.699 kr

Campo Viejo Gran Reserva 2013, 3.150 kr

Gérard Bertrand An 560 Tautavel 2018, 2.999 kr

Gérard Bertrand Réserve Spéciale Cabernet Sauvignon 2019, 2.799 kr

Casisano Rosso di Montalcino 2018, 3.199 kr

Vidal Fleury Côtes du Rhône 2017, 2.699 kr

E. Guigal Côtes du Rhône 2017, 2.899 kr

Bovin Alexandar 2018, 2.685 kr

Tommasi Surani Atlas Primitivo 2018, 2.499 kr

Tommasi Ripasso 2017, 3.499 kr

Altano Douro Reserva 2017, 2.999 kr

LAN Crianza 2017, 2.790 kr

Torres Celeste Crianza 2017, 3.590 kr

Brolio Chianti Classico 2018, 3.590 kr

Vínþjónasamtökin

Gyllta Glasið 2020Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þátttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju.

F.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Tolli

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið