Frétt
Velta Brauðs & co. nálgast hálfan milljarð
Ársreikningur Brauðs og co ehf. sýnir að umsvif félagsins jukust töluvert á síðasta ári. Heildarvelta bakarísins nam 409,8 milljónum króna árið 2017 sem er 98% meira en árið á undan. Hagnaður lækkaði lítillega á milli ára; var 24,6 milljónir árið 2017 en 27 milljónir árið 2016.
„Það er alltaf gaman að hafa vind í seglin. Það er ekkert mál að opna bakarí, en aðeins flóknara að reka þau. Starfsmannahald er dýrt, og við bökum úr ákaflega dýru lífrænu hráefni sem kostar allt að tífalt meira en það sem samkeppnisaðilar okkar nota.“
Segir Ágúst Einþórsson bakari og einn eigenda bakarísins í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um bakaríið hér, en Ágúst bætir við að ekki standi til að opna fleiri bakarí í bráð.
Fleiri fréttir af Brauð og Co hér.
Mynd: facebook / Brauð & Co

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars