Starfsmannavelta
Veitingastöðum Eldsmiðjunnar á Laugavegi og á Bragagötu hefur verið lokað

Eldsmiðjan á Bragagötu.
Fyrsti staður Eldsmiðjunnar opnaði á Bragagötu árið 1986. Staðurinn hefur verið lokaður síðan í byrjun árs.
Veitingastað Eldsmiðjunnar á Laugavegi hefur verið lokað og staðnum á Bragagötu hefur verið lokað tímabundið. Staðurinn á á Bragagötu hefur verið lokað tímabundið. Staðurinn á Suðurlandsbraut er því eini staðurinn sem enn er í fullum rekstri. Eldsmiðjunni á Dalvegi í Kópavogi var lokað fyrr á þessu ári.
Eldsmiðjan er í eigu Gleðipinna hf.
Jóhann Örn Þórarinsson, einn eiganda Gleðipinna segir ástæðuna fyrir lokun staðanna í miðbæ Reykjavíkur mega rekja til þess ástands sem skapast hefur vegna COVID-19.
„Þetta eru staðir sem voru báðir að fá mikið af ferðamönnum og lifðu að miklu leyti á ferðaþjónustunni. Við erum að meta stöðuna á Bragagötunni en vonumst til að geta opnað aftur þegar við sjáum erlenda ferðamenn koma aftur til landsins. Staðnum á Laugavegi hefur verið lokað, nýr aðili er tekinn við húsnæðinu og hann er búinn að opna annan stað,“
segir Jóhann Örn í samtali við Fréttablaðið, sem fjallar nánar um lokunina hér.
Mynd: facebook / Eldsmiðjan

-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu