Starfsmannavelta
Veitingastöðum Eldsmiðjunnar á Laugavegi og á Bragagötu hefur verið lokað

Eldsmiðjan á Bragagötu.
Fyrsti staður Eldsmiðjunnar opnaði á Bragagötu árið 1986. Staðurinn hefur verið lokaður síðan í byrjun árs.
Veitingastað Eldsmiðjunnar á Laugavegi hefur verið lokað og staðnum á Bragagötu hefur verið lokað tímabundið. Staðurinn á á Bragagötu hefur verið lokað tímabundið. Staðurinn á Suðurlandsbraut er því eini staðurinn sem enn er í fullum rekstri. Eldsmiðjunni á Dalvegi í Kópavogi var lokað fyrr á þessu ári.
Eldsmiðjan er í eigu Gleðipinna hf.
Jóhann Örn Þórarinsson, einn eiganda Gleðipinna segir ástæðuna fyrir lokun staðanna í miðbæ Reykjavíkur mega rekja til þess ástands sem skapast hefur vegna COVID-19.
„Þetta eru staðir sem voru báðir að fá mikið af ferðamönnum og lifðu að miklu leyti á ferðaþjónustunni. Við erum að meta stöðuna á Bragagötunni en vonumst til að geta opnað aftur þegar við sjáum erlenda ferðamenn koma aftur til landsins. Staðnum á Laugavegi hefur verið lokað, nýr aðili er tekinn við húsnæðinu og hann er búinn að opna annan stað,“
segir Jóhann Örn í samtali við Fréttablaðið, sem fjallar nánar um lokunina hér.
Mynd: facebook / Eldsmiðjan

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum