Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veitingastaðir í Texas í fyrsta sinn í Michelin matarhandbókinni – Borga 38 milljónir til Michelin

Birting:

þann

Houston

Houston

Veitingastaðir í Texas eiga nú von á heimsókn frá Michelin eftirlitsmönnum, en er þetta í fyrsta sinn sem Michelin matarhandbókin kemur út í Texas og munu eftirlitsmenn Michelin heimsækja fimm borgir í fylkinu: Austin, San Antonio, Houston, Dallas, og Fort Worth.

Endanlegur listi yfir veitingastaði í Texas sem hljóta eina, tvær eða þrjár stjörnueinkunnir verður tilkynntur síðar á þessu ári.

Texas veitingamannasamtökin eru að vonum ánægð með að sjá Michelin-handbókina í Texas;

„Við hlökkum til að vinna með Michelin-handbókinni“.

segir Emily Williams, formaður samtaka veitingamanna í Texas.

„Matreiðslusenan í Texas er áhugaverð, heimaræktað hráefni og mikill metnaður í veitingageiranum og ekki má gleyma frægu BBQ grillin í Texas-stíl.“

Segir í tilkynningu frá Michelin.

Það verður áhugavert að sjá hvað margar BBQ búllur verða á Michelin listanum.

Michelin - Veitingastaður

Ferðamálastofan í Houston lét hafa eftir sér að hún borgar tæpar 38 milljónir ísl. kr. að veitingastaðir í Houston verði í Michelin handbókinni.

„Þegar réttu tækifærin gefast, eins og Michelin, Top Chef og James Beard, þá er ekkert annað í boði en að stökkva á tækifærin.“

Segir Holly Clapham-Rosenow, framkvæmdastjóri Ferðamálastofunnar

Michelin - Vínflaska - Veitingastaður

Á undanförnum árum hefur Michelin verið að víkka út leitarsvæðið eftir góðum veitingastöðum í Bandaríkjunum. Síðastliðin þrjú ár hafa Michelin eftirlitsmenn farið í fyrsta skiptið til Flórída (2022), Atlanta (2023) og Colorado (2023) og að auki gaf Michelinhandbókin út sína fyrstu útgáfu í Mexíkó í maí 2024.

Michelin matarhandbókin var gefin fyrst út árið 1900 sem almennur leiðarvísir í Frakklandi til að hvetja ökumenn (sem helst notuðu dekk fyrirtækisins) til heimsækja veitingastaðina í handbókinni.

Fljótlega stækkaði leitarsvæðið eftir góðum veitingastöðum um alla Evrópu, en gerði síðan hlé vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar, hófst aftur eftir stríðið og fór að lokum yfir í að einbeita sér að fínum veitingastöðum árið 1926. Þriggja stjörnu einkunnakerfið var fullgert árið 1931.

Michelin býður einnig upp á önnur einkunnakerfi, en það eru grænar stjörnur sem er fyrir sjálfbæra og/eða vistvæna veitingastaði og Bib Gourmands en þau verðlaun eru fyrir veitingastaði sem bjóða uppá hágæða mat á hóflegu verði.

Myndir: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið