Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingahúsið Indian Curry opnar útibú í Reykjavík
Veitingahúsið Indian Curry hefur opnað útibú að Vesturgötu 12 í Reykjavík.
Það var árið 2004 sem að Indian Curry opnaði fyrsta indverska veitingastaðinn á Akureyri. Staðurinn var fyrst til húsa í litla turninum í miðbænum á Akureyri og hét þá Indian Curry Hut. Árið 2017 flutti veitingahúsið í stærra húsnæði við Ráðhústorg og var nafni staðarins breytt í Indian Curry House.
Eigandi og yfirkokkur staðarins er Sathiya Moorthy, en hann er frá Madras á Suður-Indlandi og er menntaður kokkur. Hann kom til Íslands árið 1997 og vann fyrst á austurlenskum veitingastað í Reykjavík. Árið 2004 flutti hann svo til Akureyrar með fjölskyldu sinni og stofnaði Indian Curry Hut.
Indian Curry House er kærkomin viðbót í veitingahúsaflóruna í Reykjavík.
Myndir: facebook / Indian Curry House
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu