Frétt
Veitingageirinn krefst úrræða stjórnvalda
Í ljósi þess rekstrarvanda, sem veitingafólk stendur frammi fyrir, vegna lokana og takmarkana á starfsemi í kjölfar Covid-19, hefur undirritað veitingafólk sameinað krafta sína við að biðla til stjórnvalda um að grípa til sértækra aðgerða til bjargar veitingahúsum og krám.
Ákveðinnar mótsagnar hefur gætt í aðgerðum stjórnvalda, sem hafa beðið fólk að halda sig heimavið, en veitingastöðum ekki verið gert að hætta að taka á móti gestum. Við erum að reyna allt sem við getum til þess að halda rekstri okkar fyrirtækja gangandi og góðu ráðningarsambandi við starfsfólk, undir mjög ströngum fjöldatakmörkunum og takmörkunum á opnunartíma.
Veitingageirinn er mjög stór atvinnugrein á Íslandi og hefur veitingaflóran í landinu blómstrað sem aldrei fyrr á undangengnum árum. Íslensk matargerðarlist er orðin eftirtektarverð á heimsvísu og hefur m.a. fengið stjörnur og viðurkenningar frá hinum virta Guide Michelin. Einnig hefur aldrei jafn mikil fjölmenning einkennt veitingageirann.
Veitingastaðaflóra og matarmenning okkar verður óneitanlega fátæklegri ef ekki verður brugðist við núverandi aðstæðum. Bæði mannlíf og menningarverðmæti eru í húfi, ekki síður hvað við ætlum að bjóða ferðafólki framtíðarinnar upp á þegar það birtist á ný.
Undir þessu verður ekki staðið mikið lengur. Fyrirtæki sem unnið hafa að því hörðum höndum að byggja sig upp og auðga mannlíf landsins eru nú, við ósjálfbær rekstrarskilyrði, að berjast um athygli örfárra viðskiptavina, sem þó eru hvattir til að vera frekar heima en að koma til okkar .
Því miður virðast engin úrræði eða aðstoð vera í nánd fyrir okkar atvinnugrein svo við getum ekki lengur orða bundist, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Því skal þó haldið til haga að hér er ekki verið að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir heldur viðbrögð og úrræðaleysi stjórnvalda til handa okkar geira.
Meðal aðgerða sem veitingageirinn vill leggja til eru:
Tímabundnar aðgerðir m.a:
- Hlutfallslokunarstyrki sem koma til móts við skerta starfsemi vegna fjölda-, tíma- og fjarlægðatakmarkana og tilheyrandi tekjutapi vegna þeirra
- Endurskoða hlutabótaleið með tilliti til mismunandi þarfa í samstarfi við veitingafólk
- Afnám tryggingagjalda
- Afnám fasteignagjalda, sem skilar sér í lægri leigu
- Endurgreiðsla áfengisgjalda að fullu eða hluta til veitingahúsa og Kráa þegar opnar á ný
- Niðurfelling á dráttarvöxtum vegna skulda vegna opinberra gjalda
- Tekið sérstakt tillit til fyrirtækja með stutta viðskiptasögu
Með baráttuhug:
- American Bar
- Apótek Restaurant
- Bragginn
- Bastard Brew and Food
- BrewDog Reykjavík
- Brothers Brewery
- Coocoo´s Nest
- Danska Kráin (Den Danske Kro)
- Dill Restaurant
- Dillon
- Duck and Rose
- Durum
- Enski barinn (The English Pub)
- Fiskfélagið
- Fiskmarkaðurinn
- Fjallkonan
- Forréttabarinn
- Frederiksen Ale House
- Flatey Pizza
- Flatus @Kex
- Gaukurinn
- Gamli Enski
- Græni Hatturinn
- Grillmarkaðurinn
- Gott
- Kaffi Krús
- Hosiló
- Hornið
- Höfnin Veitingahús
- Íslenska Barinn
- Jómfrúin
- Kaldi Bar
- Kaffibarinn
- Kaffihús Vesturbæjar
- Kattakaffihúsið
- Kringlukráin
- Kol Skólavörðustíg
- La Barceloneta
- LeKocK
- Lebowski Bar
- Luna Flores
- Makake
- Matarkjallarinn
- Matbar
- Matur og Drykkur
- Messinn
- Meze
- Nauthóll
- Osushi
- Otto Veitingahús
- ÓX
- Prikið
- Primo Ristorante
- Public House
- Ramen Momo
- Reykjavík Fish (Þrír veitingastaðir)
- ROK
- Röntgen
- Sæta Svínið
- Session Craft Bar
- Skál!
- Skúli Craftbar
- Slippurinn
- Sumac
- Sushi Social
- Tapas Barinn
- The Drunk Rabbit
- The Irishman pub
- The Laundromat Café
- Yuzu
- Veður
- Vínstúkan tíu sopar
- Von Mathús & Bar
- Vor
- Ölstofa Kormáks og Skjaldar
- Ölhúsið Reykjavík & Hafnarfirði
Mynd: úr safni
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni18 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann