Vín, drykkir og keppni
Vegna netsölu áfengis til neytenda
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Undanfarið hefur netsala áfengis til neytenda færst nokkuð í aukana og það hefur orðið tilefni til umræðu í samfélaginu, m.a. í tengslum við markmið laga um að stýra aðgengi að áfengi, draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu og vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis.
Hinn 5. júní sl. barst ráðuneytinu erindi frá heilbrigðisráðherra þar sem þróun í áfengissölu er sett í samhengi við lög um landlækni og lýðheilsu og við núverandi lýðheilsustefnu stjórnvalda.Þá hefur ráðuneytið látið vinna
lögfræðiálit um lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi, þar sem gerð er grein fyrir gildandi lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi og þeim valkostum sem til greina koma varðandi breytingar á því.
Í erindinu og fylgiskjölum þess er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, þ.e. hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi er selt í netsölu.
Erindi fjármála- og efnahagsráðherra til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
Bréf heilbrigðisráðherra til fjármála- og efnahagsráðherra um löggjöf og lýðheilsumarkmið
Lögfræðiálit MAGNA lögmanna um lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






