Keppni
Úrslit úr forkeppni Besta skinka Íslands 2018
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna heldur nú í fyrsta sinn keppnina „Besta skinka Íslands 2018“ og er hún í tveimur áföngum.
Fyrsti áfangi var undankeppnin en hún var haldin í Hótel og matvælaskólanum í Mk nú á dögunum og voru hátt í þrjátíu vörur skráðar í keppnina. Hér var um að ræða blindsmakk, án vitneskju um hver framleiðandinn var. Það eina sem dómnefndin hafði var númer sem vörurnar fengu fyrir keppni af ritara keppninnar og engin nema ritari vissi hver átti þá vöru.
Eftir að dómarar höfðu skoðað og dæmt, stóðu eftir þrjár vörur sem síðan munu keppa um „Besta skinka Íslands 2018“ (raðað í stafrófsröð eftir heiti á skinku):
- Hunangsskinka – Höfundur: Oddur Árnason – Sláturfélag Suðurlands
- Mexicoskinka – Höfundur: Oddur Árnason – Sláturfélag Suðurlands
- Ostaskinka – Höfundur: Jón Þorsteinsson – Esjan Gæðafæði
Hverjum keppanda var heimilt að senda eins margar vörur (skinku) og hann vildi til forkeppninnar. Nánari upplýsingar um keppnisfyrirkomulag ofl. hér.
Eftirfarandi fyrirtæki tóku þátt í forkeppni: Sláturfélag Suðurlands, Esja- gæðafæði, Síld og fiskur, Norðlenska og Stjörnugrís.
Dómarar voru:
- Edvald Sveinn Valgarðsson – Yfirdómari
- Þorsteinn Þórhallsson
- Magnús Friðbergsson
- Ingólfur Þ. Baldvinsson
- Arnar Sverrisson
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson
Umsjón með skipulagi var Sigurfinnur Garðarsson.
Þátttaka var opin fyrir starfandi kjötvinnslur/kjötbúðir og öll matvælafyrirtæki með tilskilin leyfi.
Seinni áfangi er úrslitakeppnin og er áætlað að hún verði haldin í febrúar 2018, en það verður auglýst vel og vandlega hér á veitingageirinn.is og í viðburðardagatalinu hér.
Myndir: Þorsteinn Þórhallsson formaður fagkeppnisnefndar Meistarafélags kjötiðnaðarmanna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin