Vertu memm

Keppni

Úrslit í Arctic Challenge – Ída Irene: „virkilega fagmannleg og hörð keppni“

Birting:

þann

Keppnin Arctic Challenge var haldin í dag í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Um er að ræða tvær keppnir með yfirskriftinni Arctic Challenge, en þessi menningarviðburður er til þess gerður að sameina matreiðslu (Arctic Chef) og kokteilagerð (Arctic Mixologist) í eina keppni.

Arctic Chef

Sigurvegari í Arctic Chef var Snædís Xyza Mae Jónsdóttir yfirkokkur frá Silfra restaurant, og í öðru sæti var Logi Helgason yfirkokkur á Strikinu.

Dómarar í Arctic Chef voru:
Kolbrún Hólm Þórleifsdóttir yfirkokkur á gistihúsi Egilstaða
Ari Þór Gunnarsson fyrrum landsliðsmaður í matreiðslu
Aron Gísli Helgason var eldhúsdómari, en hann sigraði Arctic Chef keppnina árið 2022

Arctic Mixologist

Í Arctic Mixologist var það Andri Þór Guðmundsson frá Aurora restaurant sem sigraði keppnina, í öðru sæti var það Eyþór Darri Baldvinsson frá R5 bar og 6A kraftöl, í þriðja sæti var Helgi Pétur Davíðsson frá Strikinu.

Dómarar í Arctic Mixologist:
Jónína Björg Helgadóttir eigandi Majó
Heiða Fjölnisdóttir framleiðslumaður
Ivan Vujcic vínþjónn

„Þetta var virkilega fagmannleg og hörð keppni. Allt gekk eins og í sögu, keppendur voru vel undirbúnir og sýndu sínar bestu hliðar og reynslu í keppninni.“

Sagði Ída Irene Oddsdóttir markaðstjóri keppninnar.

Veisluþjónusta - Banner

Keppnisfyrirkomulag

Arctic Chef
Dómarar voru þrír.  Tveir sáu um blindsmakk og dæmdu m.a bragð, áferð, vinnu o.s.frv. Þriðji dómari var eldhúsdómari sem dæmdi m.a frágang, passaði að klæðnaður væri viðeigandi o.s.frv.

Keppnin var haldin með örlitlu breyttu sniði, en keppt var undir mystery basket fyrirkomulaginu og einungis 6 sæti voru í boði.

Arctic Mixologist
Barþjónarnir þurftu að blanda kokteilinn fyrir framan dómnefnd. Það var undir ábyrgð keppanda að segja frà hvað hugmyndavinnan var bakvið kokteilinn sinn og dómnefnd dæmdi útfrá því.

Dómarar dæmdu eftir bragð, lykt, útliti, þema, vinnubrögðum og hreinlæti. Hver keppandi á bar fékk 10 mínútur til þess að blanda og skila frá sér tvöfaldri uppskrift fyrir framan dómnefnd.

Fleiri Arctic Challenge fréttir hér.

Fleiri myndir frá keppninni eru væntanlegar á næstu dögum og verða birtar um leið og þær berast.

Myndir: aðsendar / Arctic Challenge

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið